„Þau eru að leika sér að eldinum“

Þórdís Kolbrún flutti sína síðustu ræðu sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þórdís Kolbrún flutti sína síðustu ræðu sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hákon

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum ekki málsvara raunverulegs frelsis. 

Hún vonar að ekki líði langur tími þar til Bandaríkin skipti um stefnu, þar sem þau stefni svo sannarlega í ranga átt. 

Þetta kom fram í ræðu sem hún flutti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag og sagðist hún segja þetta með „djúpri sorg í hjarta“.

„Þau eru að leika sér að eldinum og eru jafnvel nú þegar farin að brenna niður mikilvæga þætti af þeirri heimsmynd sem er grundvöllur friðar og frelsis; fyrir okkur, fyrir Evrópu og fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði Þórdís.

„Ég hef trú á Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum, en látið ekki blekkjast. Það sem er að gerast núna er ekki gott fyrir heiminn, ekki gott fyrir Evrópu og það er ekki gott fyrir Ísland. Og ekki gott fyrir Bandaríkin sjálf.“

Hún sagði Bandaríkin svo sannarlega stefna í ranga átt, en að vonandi liði ekki langur tími þar til þau skiptu um kúrs

„Ég er handviss um að sagan muni fara óblíðum höndum um þau sem láta blekkjast af því sem er raunverulega að gerast og við horfum upp á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert