Appelsínugular viðvaranir gefnar út

Ljósmynd/Landsbjörg

Appelsínugular viðvaranir vegna veðurs taka gildi í kvöld á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Ströndum og Norðurlandi vestra.

Áður hafði verið tilkynnt um gular viðvaranir á þessum svæðum. Á öðrum svæðum eru viðvaranir enn gular.

Stormur og ekkert ferðaveður

Búist er við vestan stormi 18-25 metrum á sekúndu og mjög snörpum vindhviðum fyrst á Breiðafirði frá klukkan 21 og þá á Faxaflóa og Suðurlandi klukkan 22. Klukkan 23 má þá búast við suðvestan og vestan stormi 18-25 metrum á sekúndu á Ströndum og norðurlandi vestra.

Á svæðunum öllum er gert ráð fyrir éljum með lélegu skyggni og versnandi færð. Ekkert ferðaveður er um þessa landshluta.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert