Innan skamms verða kunngjörð úrslit í formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum, en tæplega 2.000 manns greiddu atkvæði á landsfundinum sem stendur yfir í Laugardalshöll.
Þær Guðrún Hafsteinsdóttir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sækjast báðar eftir embætti formanns, ásamt Snorra Ásmundssyni.
Gert var ráð fyrir því að niðurstöður lægju fyrir um klukkan eitt en einhverjar tafir hafa orðið á talningu. Hægt er að fylgjast með kynningunni í beinu streymi hér fyrir neðan.