Formannskjöri er lokið á á 45. landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í Laugardalshöll, en talning atkvæða stendur nú yfir.
Þær Guðrún Hafsteinsdóttir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sækjast báðar eftir embætti formanns, ásamt Snorra Ásmundssyni, en gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir um klukkan eitt í dag.
Tæplega 2.000 manns greiddu atkvæði á fundinum en landsfundurinn sá stærsti frá upphafi.
Þá er einnig kosið um nýjan varaformann en þau Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason gefa bæði kost á sér í það embætti.
Vilhjálmur Árnason, sitjandi ritari flokksins, gefur einn kost á sér í það embætti áfram.