Holtavörðuheiði lokað

mbl.is/Gúna

Búið er að loka Holtavörðuheiði vegna færðar og veðurs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Eru vegfarendur hvattir til þess að fylgjast vel með færð og veðri næsta sólarhringinn.

Ekkert ferðaveður

App­el­sínu­gul­ar viðvar­an­ir vegna veðurs taka gildi í kvöld á Suður­landi, Faxa­flóa, Breiðafirði og Strönd­um og Norður­landi vestra. Klukk­an 23 má bú­ast við suðvest­an og vest­an stormi 18-25 metr­um á sek­úndu á Strönd­um og Norður­landi vestra.

Gert er ráð fyr­ir élj­um með lé­legu skyggni og versn­andi færð. Ekk­ert ferðaveður er á svæðinu.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert