Búið er að loka Holtavörðuheiði vegna færðar og veðurs.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Eru vegfarendur hvattir til þess að fylgjast vel með færð og veðri næsta sólarhringinn.
Appelsínugular viðvaranir vegna veðurs taka gildi í kvöld á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Ströndum og Norðurlandi vestra. Klukkan 23 má búast við suðvestan og vestan stormi 18-25 metrum á sekúndu á Ströndum og Norðurlandi vestra.
Gert er ráð fyrir éljum með lélegu skyggni og versnandi færð. Ekkert ferðaveður er á svæðinu.