Jens Garðar nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Jens Garðar er nýr varaformaður.
Jens Garðar er nýr varaformaður. mbl.is/Hákon

Jens Garðar Helgason er nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins, en hann hlaut 53,2 prósent gildra atkvæða.

Alls greiddu 1.750 atkvæði og hlaut Jens Garðar 928 atkvæði.

Þakkaði hann í stuttu ávarpi, eftir að úrslit kosningarinnar voru kunngjör, Diljá Mist Einarsdóttur kærlega fyrir drengilega og skemmtilega kosningabaráttu.

Jens upplýsti að Diljá væri sessunautur sinn í þinginu og sagðist vita að það verði jafn gaman hjá þeim nú og áður. Þau muni vinna vel saman.

Þá óskaði varaformaðurinn Guðrúnu Hafsteinsdóttur vinkonu sinni innilega til hamingju með formannskjörið en sagðist vilja bíða með að óska Vilhjálmi Árnasyni til hamingju og vísaði þar til þess að úrslit hafa ekki veirð kunngjör í kosningu ritara flokksins, þar sem Vilhjálmur er einn í framboði. Sagði Jens þó Vilhjálm nokkuð öruggan með sig og uppskar hlátur úr salnum.

Áður en Jens Garðar þakkaði fyrir sig og sagðist hlakka til samstarfsins á komandi árum, minnti hann fundarmenn á að sveitastjórnarkosningar séu framundan og að þar yrði merki sjálfstæðisstefnunar haldið hátt á lofti, „þannig að fálkinn muni blakta við hvert ráðhús næsta vor.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert