Sjálfstæðismenn „klárir í bátana“

Jens Garðar Helgason, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að áhersla nýrrar stjórnar flokksins verði á að styðja við sjálfstæðismenn í sveitarstjórnum landsins, enda rúmt ár í næstu kosningar. 

Jens var að vonum ánægður með kjörið er blaðamaður mbl.is náði tali af honum stuttu eftir að niðurstöður í atkvæðagreiðslunni voru kynntar.

Sagði hann meðal annars að Sjálfstæðismenn væru „klárir í bátana“.

Jens Garðar Helga­son er nýr vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.
Jens Garðar Helga­son er nýr vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert