Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem laut í lægra haldi fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins, sagðist í ræðu sinni eftir að úrslitin voru kunngjörð, að hún væri stolt af því gefið kost á sér og að hafa farið í þessa vegferð.
Sagði hún landsfundinn um helgina vera sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
„Það er líka gaman að segja frá því að hér tóku fleiri þátt í dag heldur en allir þeir sem kusu Vinstri græna í báðum Reykjavíkurkjördæmunum,“ sagði Áslaug og uppskar mikið lófaklapp.
Alls greiddu 1.862 atkvæði á fundinum, en Áslaug hlaut 912 atkvæði. Aðeins 19 atkvæði skildu þær Guðrúnu að.
„Það mun ekki standa á mér að þétta raðirnar og halda uppi merkjum sjálfstæðisstefnunnar,“ sagði Áslaug jafnframt áður en hún þakkaði fyrir sig.