Túristar rétt sluppu við ölduna

Allt var á floti á Granda í kvöld.
Allt var á floti á Granda í kvöld. Samsett mynd/Aðsend

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur sinnt þónokkr­um út­köll­um vegna vatnsleka í kvöld og seg­ir varðstjóri slökkviliðsins að ástandið í kvöld hafi verið mun verra en í gær. Túrist­ar á Eiðis­granda rétt sluppu við að fá stóra öldu með grjóti yfir sig.

Á Eiðis­granda óku slökkviliðsmenn á dælu­bíl og sáu túrista uppi á garðinum að taka mynd­ir.

„Varðstjór­inn rétt náði að kalla fólkið niður og í burtu. Þá kom svaka alda yfir með grjóti og öðru. Þetta var stór­hættu­legt, en fólkið bjargaðist,“ seg­ir Stefán Már Krist­ins­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Helstu út­köll­in hafa verið á Seltjarn­ar­nesi, Granda og vest­ur í bæ. Tók Stefán sem dæmi að nokkuð tjón hafi orðið á Fiskislóð.

Ástandið að skána 

Nú sé hins veg­ar aðeins farið að ró­ast. Aðeins einn dælu­bíll sé úti og hann sé við Faxa­skjól.

„Það er farið að fjara aðeins út núna svo það er aðeins að minnka sjór­inn. Þetta er að skána, ástandið,“ seg­ir Stefán Már.

Á mynd­skeiðunum hér fyr­ir neðan má sjá hvernig var um­horfs á Granda í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert