Vilhjálmur endurkjörinn

Vilhjálmur Árnason var endurkjörinn ritari.
Vilhjálmur Árnason var endurkjörinn ritari. Ljósmynd/Aðsend

Vilhjálmur Árnason þingmaður var endurkjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll í dag. Vilhjálmur var einn í framboði.

Hann hlaut 573 þeirra 808 gildra atkvæða sem greidd voru eða tæp 71%.

Vilhjálmur Árnason ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fráfarandi varaformanni og …
Vilhjálmur Árnason ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fráfarandi varaformanni og Bjarna Benediktssyni, fráfarandi formanni Sjálfstæðisflokksins í landsfundi flokksins í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Nær fjórðungur vildi annan ritara

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður, sem bauð sig fram til varaformanns, hlaut 63 atkvæði eða tæp 8% og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hlaut 56 atkvæði eða um 7% gildra atkvæða.

Aðrir hlutu samtals 74 atkvæði og auðir seðlar og ógildir voru 43. 

Vilhjálmur er sá eini sem verður áfram í forystu flokksins frá síðasta landsfundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert