Gular viðvaranir fram eftir morgni

Vindaspá á landinu klukkan 9.
Vindaspá á landinu klukkan 9. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir eru í gildi á mestöllu landinu vegna hvassviðris eða storms og hríðarveðurs en flestar þeirra falla úr gildi þegar líða tekur á morguninn.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að djúp lægð úti fyrir Norðvesturlandi beini til okkar éljalofti en hiti er nærri frostmarki víðast hvar.

Veðurviðvaranir eru í gildi, en benda þarf á að aðstæður til ferðalaga eru víða varasamar fram eftir morgni.

Eftir hádegi nálgast úrkomusvæði nýrrar lægðar úr suðri og með kvöldinu má búast við slyddu eða snjókomu víða um land. Hlýnar þó smám saman syðra og fer að rigna þar.

Á morgun snýst svo aftur í suðvestanátt með éljum, en styttir jafnframt upp um landið norðaustanvert. Dregur síðan úr vindi og kólnar smám saman seinnipartinn.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert