Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í hverfi í Hafnarfirði þar sem starfsmenn fyrirtækis höfðu komið að manni á afgirtu svæði. Starfsmennirnir lokuðu manninn inni meðan beðið var eftir lögreglu. Hann reyndist vera eftirlýstur í kerfum lögreglu og var vistaður fangaklefa.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 66 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu og gista fimm í fangaklefa.
Tilkynnt um mann sem hafði ruðst inn í íbúð tilkynnanda og ráðist á einn íbúa. Maðurinn fór á brott og reyndi að brjótast inn í fleiri íbúðir. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Aðili handtekinn grunaður um eignaspjöll í verslun í hverfi 108. Sami aðili grunaður um eignaspjöll í stigagangi í hverfi 101. Aðilinn vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt um tvö umferðarslys á stuttum tíma, annað í hverfi 270 og hitt í hverfi 112. Um var að ræða minniháttar umferðarslys og engin slys á fólki.