211 milljónir dósa og flaskna í endurvinnslu

4,2 milljarðar króna voru greiddir út vegna drykkjarumbúða.
4,2 milljarðar króna voru greiddir út vegna drykkjarumbúða. Ljósmynd/Endurvinnslan

Skil á flöskum og dósum til endurvinnslu jukust lítillega á síðasta ári. Alls fóru um 240 milljónir drykkjarumbúða í skilakerfinu á markað á Íslandi árið 2024 og þar af skiluðu 211 milljónir sér til baka. Það er einni milljón meira en árið á undan.

Samkvæmt upplýsingum frá Helga Lárussyni framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar voru skil í skilakerfinu um 88% í fyrra og voru um 4,2 milljarðar króna greiddir út til þeirra sem skiluðu umbúðum á endurvinnslustöðvar.

Fyrir hverja einingu sem skilað er fengust 20 krónur í fyrra. Um nýliðin mánaðamót var skilagjaldið hækkað í 22 krónur.

Helgi segir að árið 2024 hafi um 2.000 tonn af áli farið til endurvinnslu í nýjar áldósir, um 7.000 tonn af glerflöskum fóru til endurvinnslu í nýjar glerflöskur og 1.300 tonn af plasti fóru til endurvinnslu á nýjum plastflöskum eða til annarrar endurvinnslu á plasti. Að auki fóru um 60 tonn af plastpokum og tíu tonn af pappa til endurvinnslu hjá fyrirtækinu.

Umræða um plasttappa, sem eru áfastir drykkjarumbúðum, og plaströr hefur ekki farið fram hjá Helga og samstarfsfólki hans. Eins og kunnugt er byggjast tilskipanir um slíkt á reglugerðum frá Evrópusambandinu. Helgi segir að þessi reglugerð sé skiljanleg.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert