2% sparnaður gæti skilað 30 milljörðum

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra á kynningarfundinum í dag.
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra á kynningarfundinum í dag. mbl.is/Karítas

Með því að spara 2% þegar kem­ur að op­in­ber­um inn­kaup­um væri hægt að ná ár­lega fram sex millj­arða hagræðingu og þar með 30 millj­örðum yfir fimm ára tíma­bil. Þetta tel­ur hagræðing­ar­hóp­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar vera raun­hæft mark­mið með mark­viss­um aðgerðum.

Til­lög­ur starfs­hóps­ins voru kynnt­ar fyrr í dag, en þar voru lagðar til sparnaðar­til­lög­ur upp á 71 millj­arð yfir fimm ára tíma­bil. Stærsti ein­staki liður­inn í þess­um til­lög­um eru op­in­ber inn­kaup, enda ver svo­kallaður A-hluti rík­is­ins nú um 60 millj­örðum ár­lega í op­in­ber inn­kaup. Það ger­ir 300 millj­arða yfir um­rætt tíma­bil.

Hlut­verk Fjár­sýsl­unn­ar verði skoðað

Fram kem­ur í til­lög­un­um að mik­il tæki­færi séu þar til hagræðing­ar sem hin nýsam­einaða stofn­un Fjár­sýsl­an þarf að leiða. „Ra­f­ræn­ar teng­ing­ar milli reikn­inga og samn­inga skort­ir. Stofn­an­ir þurfa að gera inn­kaupa­áætlan­ir í rík­ari mæli. Marg­ir samn­ing­ar eru út­runn­ir. Aðrir eru of víðir, en það er þannig í dag að ramma­samn­ing­ar eru opn­ir sveit­ar­fé­lög­um og ýms­um sam­tök­um ótengd­um rík­inu og því ekki hægt að gefa eða fram­fylgja magn­lof­orðum,” seg­ir í til­lög­un­um.

Lagt er til að hlut­verk Fjár­sýsl­unn­ar verði skoðað með til­liti til sam­keppni við einkaaðila sem veita inn­kaupaþjón­ustu. Sér­stök áhersla er lögð á upp­lýs­inga­tækni í þessu sam­hengi.

Tel­ur starfs­hóp­ur­inn að strax á þessu ári sé hægt að ráðast í sparnaðaraðgerðir í op­in­ber­um inn­kaup­um og að sex millj­arða sparnaður ár­lega ætti að vera vel raun­hæf­ur.

Hagræðingarhópurinn kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í dag.
Hagræðing­ar­hóp­ur­inn kynnti til­lög­urn­ar á blaðamanna­fundi í dag. mbl.is/​Karítas

Verið á teikni­borðinu í yfir ára­tug

Sparnaður í op­in­ber­um inn­kaup­um hef­ur verið of­ar­lega í huga fjár­málaráðherra um nokk­urn tíma, en árið 2014 var starfs­hóp­ur stofnaður til að skoða inn­kaupa­mál rík­is­ins. Var niðurstaða for­manns þess hóps í raun að ríkið hefði ekki yf­ir­sýn yfir tug­millj­arða ár­leg inn­kaup.

Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­málaráðherra, hafði áður sagt að eng­inn væri með 190 inn­kaupa­stjóra og vísaði þar til fjölda rík­is­stofn­ana og að bæta ætti inn­kaup­in m.a. með magn­inn­kaup­um í stað þess að hver stofn­un væri að velja t.d. mis­mun­andi stóla, jafn­vel þótt það or­sakaði meiri eins­leitni.

Taldi Bjarni þá að hægt ætti að vera að spara 2-4 millj­arða ár­lega með betri áætlana­gerð rík­is­stofn­ana.

Ósam­vinnuþýðir rík­is­for­stjór­ar

Árið 2023, eða um átta árum eft­ir um­mæli Bjarna ræddi blaðamaður aft­ur við hann meðal ann­ars um ár­ang­ur af þess­um inn­kaupa­mál­um. Þá hafði Bjarni haldið fund um stöðu rík­is­fjár­mála og niður­skurðar- og aðhalds­áform í rík­is­rekstri fyr­ir árið 2024.

Taldi hann þá að hægt væri að spara tals­vert í inn­kaup­um og að slík­ur ár­ang­ur hefði náðst hjá ákveðnum stofn­un­um. Hins veg­ar hefði ferlið mátt ganga hraðar og sagði hann að aðal vanda­málið væri skort­ur á gögn­um fyr­ir Rík­is­kaup og að opnað hefði verið fyr­ir aðgang stofn­un­ar­inn­ar inn í rík­is­bók­haldið. Þar með væri hægt að bera sam­an hvernig inn­kaup væru stunduð hjá ólík­um stofn­un­um.

Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði ýmsa ríkisforstjóra hafa verið ósamvinnuþýða …
Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­málaráðherra, sagði ýmsa rík­is­for­stjóra hafa verið ósam­vinnuþýða þegar kom að því að ná fram sparnaði í op­in­ber­um inn­kaup­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sagði Bjarni við það til­efni að hann þekkti til þess að rík­is­for­stjór­ar hefðu verið ósam­vinnuþýðir þegar kæmi að því að ná fram sparnaði með hóp­kaup­um og að ná niður op­in­ber­um inn­kaup­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert