Á sjöunda tug sagt upp í hópuppsögnum

Hópuppsagnirnar voru á sviðum fólksflutninga, matvælaframleiðslu og heilbrigðisþjónustu.
Hópuppsagnirnar voru á sviðum fólksflutninga, matvælaframleiðslu og heilbrigðisþjónustu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinnumálastofnun bárust þrjár tilkynningar um hópuppsagnir í febrúar þar sem 64 starfsmönnum var sagt upp störfum.

Þetta segir í tilkynningu frá Vinnumálastofnun.

Voru hópuppsagnirnar á sviðum fólksflutninga, matvælaframleiðslu og heilbrigðisþjónustu.

Þá koma uppsagnirnar flestar til framkvæmda í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert