Ársfundur Landsvirkjunar er haldinn í dag, en þar munu meðal annars fjármálaráðherra og stjórnarformaður Landsvirkjunar flytja erindi, auk þess sem Hörður Arnarson forstjóri mun flytja erindi og fara yfir þau verkefni sem blasi við. Tveir framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu munu einnig fara yfir stöðuna hér á landi og erlendis.
Fundurinn er haldinn á 60 ára afmæli fyrirtækisins og meðal umfjöllunarefna verður sú reynsla sem Íslendingar hafa öðlast í orkuvinnslu. Jafnframt verður rætt um framtíðarsýn fyrirtækisins og mat á því hvað gera þarf til að tryggja orkuskipti og áframhaldandi velsæld í orkumálum.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan, en dagskrána má finna fyrir neðan spilarann.
- Ávörp flytja Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra og Jón Björn Hákonarson, stjórnarformaður Landsvirkjunar.
- Þá flytur Hörður Arnarson forstjóri erindi um orkuauðlind okkar, hvernig orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur tekist til og hvaða verkefni blasa við.
- Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis, fjallar um hvernig þurfi að einfalda og samræma ýmislegt í undirbúningsferli virkjana svo unnt sé að mæta orkuþörf framtíðar.
- Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu, fer yfir rakorkumarkaðinn hér á landi, sérstöðu hans miðað við evrópskan raforkumarkað og hvernig stjórnvöld verði að tryggja réttlátar leikreglur á markaði.
- Að loknum erindum verða pallborðsumræður Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Harðar Arnarsonar forstjóra, Gests Péturssonar, forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar og Guðrúnar Höllu Finnsdóttur, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli.
- Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar, er fundarstjóri og stýrir pallboðsumræðum.