Greiða rúman milljarð fyrir Skessuna

Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH og Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, …
Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH og Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, í gærmorgun. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Hafnarfjarðarbær hefur keypt Skessuna, knatthús íþróttafélagsins FH, fyrir 1.190 milljónir króna. Kaupsamningurinn var undirritaður í gærmorgun.

Þetta kemur fram á vef Hafnarfjarðarbæjar. 

Horfa til framtíðar

„Við horfum til framtíðar með FH og fögnum því að nú eiga Hafnfirðingar Skessuna rétt eins og önnur íþróttamannvirki í bænum,“ er haft eftir Valdimari Víðissyni bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

Segir þar enn fremur að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi á miðvikudag samþykkt kaupin á Skessunni með öllu því sem eigninni fylgir auk tilheyrandi lóðaréttinda.

Fá 141,7 milljónir við afsal

Þá er greitt fyrir Skessuna með yfirtöku áhvílandi skulda að fjárhæð 695 milljóna króna, fyrirframgreiddu fjárframlagi að upphæð rúmlega 333 milljóna króna.

Mun FH fá tæplega 141,7 milljónir við afsal og munu 20 milljónir króna greiðast þegar gefin hafa verið út vottorð vegna öryggis- og lokaúttektar mannvirkisins.

Þá segir bæjarstjóri undirbúning kaupanna hafa verið mikinn og að allir kimar hafi verið skoðaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert