Höfuðstöðvar framleiðslufyrirtækisins True North urðu fyrir miklu tjóni um helgina er öldugangur á Granda lagði húsnæðið nánast í rúst.
Guðjón Ómar Davíðsson stjórnarformaður True North segir margoft hafa verið talað við Faxaflóahafnir um að hækka þurfi varnargarðana fyrir framan húsnæðið.
Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir það hafa staðið til að hækka varnargarðinn við húsið en húsfélagið hafi hafnað því þar sem hærri varnargarður myndi byrgja útsýni. „Þau komu með aðra lausn sem er líka framkvæmanleg en er alltof dýr.“
Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar, NTÍ, segir atburði sem þessa teljast til náttúruhamfara sem NTÍ vátryggir gegn og því mun það tjón sem varð í sjávarflóðum helgarinnar verða skoðað og metið á vegum stofnunarinnar og afstaða tekin til bótaskyldu. oskar@mbl.is
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag