Kennarar samþykkja kjarasamning

Kennarasamband Íslands hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið og sveitarfélög …
Kennarasamband Íslands hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið og sveitarfélög með yfirgnæfandi meirihluta. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Fé­lags­menn inn­an Kenn­ara­sam­bands Íslands hafa samþykkt kjara­samn­ing sam­bands­ins við ríki og sveit­ar­fé­lög.

Í til­kynn­ingu frá Kenn­ara­sam­band­inu seg­ir að samn­ing­ur­inn hafi verið samþykkt­ur með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta. Sögðu 7.878 fé­lags­menn, eða 92,85%, já við til­lög­unni. Alls sögðu 517, eða 6,09%, nei.

Þá voru 90 auðir seðlar sem sam­svara 1,06%.

At­kvæðagreiðsla um samn­ing­inn hófst 28. fe­brú­ar.

Gild­ir út mars 2028

Um er að ræða í raun fjórðu inn­an­hússtil­lögu rík­is­sátta­semj­ara og var hún und­ir­rituð af samn­inga­nefnd­um síðla kvölds 25. fe­brú­ar í Karp­hús­inu.

Kjara­samn­ing­ur­inn gild­ir út mars 2028 og fel­ur í sér 24 pró­senta launa­hækk­an­ir yfir tíma­bilið.

Í samn­ing­un­um er for­sendu­ákvæði sem ger­ir kenn­ur­um kleift að segja hon­um upp á samn­ings­tím­an­um, séu ákveðin skil­yrði ekki upp­fyllt.

Frétt­in verður upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert