Kólnar í veðri þegar líður á daginn

Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi.
Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi. Kort/Veðurstofa Íslands

Það verða suðaustan og sunnan 8-15 m/s og talsverð rigning sunnanlands en slydda eða snjókoma norðan til í fyrstu.

Það snýst í suðvestan 10-18 m/s með éljum. Það kólnar í veðri, fyrst vestan til, og það léttir til norðaustan- og austanlands. Hitinn verður um frostmark seinnipartinn.

Það dregur úr éljum og vindi seint í nótt og á morgun er spáð breytilegri átt 3-10 m/s. Það verður skýjað með köflum en stöku él á vestanverðu landinu. Spáð er dálítilli snjókomu eða slyddu suðaustan til seinni partinn. Hitinn á morgun verður um eða yfir frostmarki.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert