Leggja til fækkun hæstaréttardómara og breytt kjör

Hagræðingarhópurinn leggur til breytingar á Hæstarétti með því að fækka …
Hagræðingarhópurinn leggur til breytingar á Hæstarétti með því að fækka dómurum úr sjö í fimm. mbl.is/Karítas

Fækka ætti dómur­um við Hæsta­rétt úr sjö í fimm þar sem mál­um þar hef­ur fækkað það veru­lega eft­ir stofn­un Lands­rétt­ar að ekki telst þörf á fleiri dómur­um við rétt­inn. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í til­lög­um hagræðing­ar­hóps rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem kynnti til­lög­ur sín­ar í dag.

Bent er á að rétt­ur­inn hafi aðeins dæmt að meðaltali í 30-60 mál­um á ári, en þrátt fyr­ir það hafi dómur­um við rétt­inn aðeins verið fækkað úr níu í sjö þegar Lands­rétt­ur kom til sög­unn­ar árið 2019.

Óal­gengt er að Hæstirétt­ur sé full­skipaður í mál­um, þrátt fyr­ir að dóm­stóll­inn sé for­dæm­is­gef­andi, en aðeins í sér­lega mik­il­væg­um mál­um eiga sjö dóm­ar­ar sæti í mál­um. Hæstirétt­ur tek­ur þó aðeins fyr­ir mál sem tal­in eru hafa veru­legt al­mennt gildi, varði sér­stak­lega mik­il­væga hags­muni eða að séð verði að málsmeðferð fyr­ir neðri dóm­stig­um hafi verið stór­lega ábóta­vant eða dóm­ur ber­sýni­lega rang­ur.

Hæstiréttur Íslands.
Hæstirétt­ur Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hagræðing­ar­hóp­ur­inn tel­ur að þessi breyt­ing geti skilað 100 millj­óna sparnaði yfir fimm ára tíma­bil.

Auk þess er lagt til að sér­stök kjör hæsta­rétt­ar­dóm­ara við starfs­lok verði af­num­in. Byggj­ast sér­kjör­in á túlk­un á ákvæði stjórn­ar­skrár þar sem dóm­ar­ar við rétt­inn sem hafa náð 65 ára aldri hafa óskað eft­ir því að vera leyst­ir frá störf­um fyr­ir hefðbund­inn eft­ir­launa­ald­ur. Með því og um­ræddri laga­túlk­un hafa dóm­ar­arn­ir fengið full laun út æv­ina í stað eft­ir­launa, líkt og myndi ger­ast ef þeir færu á ald­ur. Ítar­lega var fjallað um þetta í Heim­ild­inni í fyrra og gagn­rýndi fyrr­ver­andi dóm­ari við rétt­inn þetta fyr­ir­komu­lag harðlega.

Hagræðing­ar­hóp­ur­inn tel­ur ekki hægt að meta bein áhrif af því að af­nema þessi rétt­indi og ólík­legt að sparnaður­inn komi fram fyrr en eft­ir mörg ár. Auk þess krefj­ist breyt­ing­ar sem þess­ar að öll­um lík­ind­um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar og verði ekki aft­ur­virk­ar. Er horft til þess að þetta gæti komið til fram­kvæmda árið 2029.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert