Prentun þingskjala kostar tugi milljóna árlega

Meðal þeirra ríkisstjórnarfrumvarpa sem prentuð eru út eru fjárlögin. Þau …
Meðal þeirra ríkisstjórnarfrumvarpa sem prentuð eru út eru fjárlögin. Þau eru þó prentuð út í fleiri eintökum en 30, líkt og önnur frumvörp. mbl.is/Eggert

Hætta ætti prent­un þingskjala sem kost­ar tugi millj­óna ár­lega sam­kvæmt hagræðing­ar­til­lög­um starfs­hóps for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins sem kynnt­ar voru á  blaðamanna­fundi fyr­ir skömmu. Í dag eru alla­vega 30 ein­tök af öll­um stjórn­ar­frum­vörp­um send frá ráðuneyt­um til Alþing­is.

Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem málið hef­ur verið rætt, því í síðasta mánuði var það til umræðu á rík­is­stjórn­ar­fundi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem mbl.is fékk þá hef­ur prentuðum ein­tök­um fækkað mikið síðustu árin, en árið 2019 voru 120 ein­tök prentuð, þar af 80 fyr­ir Alþingi.

Full­trú­ar flokka vilja áfram fá út­prentað

Rík­is­stjórn­in vildi af­leggja þetta fyr­ir­komu­lag, en ósk kom frá Alþingi um að halda áfram að prenta þau 30 ein­tök sem væru af­hent núna. Hafa ein­tök­in legið frammi á Alþingi.

Ósk Alþing­is kom í kjöl­far fund­ar starf­andi þing­for­seta með for­mönn­um þing­flokka í upp­hafi mánaðar­ins, en þá mó­mæltu full­trú­ar nokk­urra flokka því að prent­un­inni yrði hætt.

Í til­lög­um starfs­hóps­ins sem kynnt­ar voru í dag kem­ur fram að stærst­ur hluti þeirra 20 millj­óna ár­lega kostnaðar sem fell­ur til vegna prent­un­ar­inn­ar sé greidd­ur af Stjórn­ar­ráðinu, en hluti af skrif­stofu Alþing­is.

Kostnaður af förg­un

„Mis­jafnt er hve stór hluti prentaðra stjórn­ar­mála er nýtt­ur af þing­mönn­um og starfs­fólki þings­ins. Stund­um geng­ur allt upp­lagið út en oft­ar en ekki er aðeins hluti þess notaður. Við lok hvers þings er þeim mál­um og öðrum þingskjöl­um sem ekki hafa verið notuð fargað. Af því hlýst einnig nokk­ur kostnaður. Lagt er til að þessi prent­un verði al­farið lögð af,” seg­ir í til­lög­un­um.

Í til­lög­un­um er einnig nefnt að mikl­ir mögu­leik­ar séu í að staf­væða fleiri ferla sem nú eru á papp­ír. Slík­ir ferl­ar geti aukið sam­vinnu stofn­ana og gæði þjón­ustu í gegn­um is­land.is. Leggja á sér­staka áherslu á heil­brigðis­kerfið í þess­um mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka