Skúffufé ráðherra úrelt vinnubrögð sem skuli víkja

Björn Ingi Victorsson kynnti tillögur hagræðingarhópsins í dag.
Björn Ingi Victorsson kynnti tillögur hagræðingarhópsins í dag. mbl.is/Karítas

Hagræðing­ar­hóp­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar vill leggja niður ráðstöf­un­ar­fé ráðherra, sem jafn­an er kallað skúffu­fé ráðherra. Með því á að spara um 30 millj­ón­ir ár­lega, eða 150 millj­ón­ir yfir fimm ára tíma­bil. Þetta er meðal þess sem lesa má í til­lög­um hóps­ins.

„Þetta eru úr­elt vinnu­brögð sem þekkj­ast ekki hjá þeim þjóðum sem við vilj­um bera okk­ur sam­an við,” seg­ir í kynn­ingu hóps­ins. Lagt er til að ráðist verði í þessa breyt­ingu strax á næsta ári.

Á síðasta ári út­deildu sjö ráðherr­ar sam­tals 9,1 millj­ón af skúffu­fé í ýmis verk­efni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðstöf­un­ar­fé ráðherra vek­ur upp um­tal og hafa aðrir áður lagt til að það yrði fellt niður. Þá er ólík­legt að til­lag­an muni mæta mik­illi and­stöðu hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um ákveði meiri­hlut­inn að leggja þetta til á þingi. Þannig var þetta á meðal þeirra atriða sem Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, lagði til þegar óskað var eft­ir sparnaðar­til­lög­um í upp­hafi árs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert