Svipta hulunni af 25 aðgerðum í borginni

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti …
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, og Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­starfs­flokk­arn­ir í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, Sam­fylk­ing, Pírat­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Íslands, Flokk­ur fólks­ins og Vinstri græn, hafa lagt fram sína fyrstu aðgerðaáætl­un á fundi borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur á grund­velli sam­starfs­yf­ir­lýs­ing­ar sem var ný­lega kynnt. 

„Flokk­an­ir ganga sam­hent­ir til verks á sterk­um fé­lags­leg­um grunni og verður lífs­gæðum borg­ar­búa for­gangsraðað eins og sjá má í þess­ari fyrstu aðgerðaráætl­un. All­ar til­lög­urn­ar í henni miða að því að styrkja grunnþjón­ustu enn frek­ar en um leið sýna ráðdeild og út­sjón­ar­semi við rekst­ur Reykja­vík­ur­borg­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá meiri­hlut­an­um í borg­inni. 

Hús­næðismál, leik­skól­ar og ráðdeild á meðal for­gangs­mála

Þá kem­ur fram að í aðgerðaráætl­un­inni séu tutt­ugu og fimm til­lög­ur sem komi all­ar til fram­kvæmda í lýðræðis­lega kjörn­um ráðum og nefnd­um borg­ar­inn­ar þar sem end­an­leg út­færsla fái fag­lega umræðu og af­greiðslu.

Tekið er fram að á meðal for­gangs­mála séu hús­næðis­upp­bygg­ing, fjölg­un leik­skóla, ráðdeild og skil­virkni. Sjá nán­ar helstu atriði flokk­anna hér fyr­ir neðan. 

  • Við höf­um hug á mæta auk­inni hús­næðisþörf með fjöl­breytt­um lausn­um bæði á kjör­tíma­bil­inu en líka leggja góðan grunn til framtíðar.
  • Sam­tal við verka­lýðshreyf­ing­una og ríkið um nýj­ar leiðir til upp­bygg­ing­ar er hafið sem og leiðir til að hraða upp­bygg­ingu al­mennt í borg­inni.
  • Við mun­um leita allra leiða til að fjölga pláss­um í leik­skól­um og bæta starfsaðstæður í leik og grunn­skól­um í sam­starfi við börn og fjöl­skyld­ur, starfs­fólk og fræðasam­fé­lagið.
  • Við mun­um end­ur­skoða og samþætta alla vinnu er varða for­varn­ir, sam­vinnu um þær og setja af stað sér­staka vinnu sem teng­ist of­beldi gegn börn­um og ung­menn­um.
  • Við ætl­um að efla beint og milliliðalaust sam­tal við íbúa um alla borg með nýj­um og fjöl­breytt­um lýðræðis­leg­um leiðum og fjölga borg­araþing­um.
  • Verið er að auka skil­virkni í stjórn­sýsl­unni, þar sem tekið er utan um eignaum­sýslu, fyr­ir­komu­lag innri og ytri upp­lýs­inga­gjaf­ar, inn­kaup og for­gangs­röðun fjár­fest­inga, þar með talið í sta­f­ræn­um lausn­um.
  • Starfs­fólk borg­ar­inn­ar þekk­ir sitt starfs­um­hverfi best og því mun­um við leita til þeirra um hug­mynd­ir að því hvernig við get­um hagrætt fyr­ir aukn­um út­gjöld­um. Við mun­um einnig leita til borg­ar­búa og not­enda þjón­ust­unn­ar sem þekkja þjón­ust­una best.

Hér fyr­ir neðan með fylgj­ast með út­send­ingu frá fundi borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur sem hófst kl. 12 í dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert