Vegagerðin varar við flughálku á Hellisheiði og í Kömbunum og hafa hættulegar aðstæður myndast.
Fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, að unnið sé að hálkuvörnum.
Hálka og éljagangur eru í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Krýsuvíkurvegi en hálkublettir eru á nokkrum leiðum.
Ófært er á Klettshálsi en þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði. Þá er vegurinn um Dynjandisheiði lokaður og óvissustig er á veginum um Raknadalshlíð vegna snjóflóðahættu.