Vilja ráðast í umfangsmikla fækkun stofnana

Blaðamannafundur um hagræðingaraðgerðir rétt í þessu. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og …
Blaðamannafundur um hagræðingaraðgerðir rétt í þessu. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, taka við tillögum frá Birni Inga Victorssyni, sem var í starfshópnum. mbl.is/Karítas

Áætlað er að sparnaður með sam­ein­ing­um rík­is­stofn­ana geti numið 13-19 millj­örðum á kom­andi árum. Stofna ætti sam­hæf­ing­ar­hóp um sam­ein­ingu stofn­ana sem ætti að reikna hagræði við sam­ein­ingu rík­is­stofn­ana miðað við reynslu fyrri ára.

Þetta er meðal niðurstaðna sem starfs­hóp­ur um hagræðingu í rík­is­rekstri lagði til og kynnt­ar voru áðan, en þar er gert ráðfyr­ir að sparnaður geti verið um 71 millj­arður á fimma ára tíma­bili, frá 2026 til 2030.

Fram kem­ur í til­lög­un­um að megin­áhersl­an eigi að vera á skil­virk­an rekst­ur og auk­inn slag­kraft og því þurfi þungi umræðunn­ar um sam­einging­ar að vera þar frek­ar en að horft sé í krón­ur og aura. Hóp­ur­inn birti því ekki áætlaðan sparnað á hverja til­lögu um sam­ein­ingu, en lét mat á heild­arábata allra til­lagna duga.

Horfa til aðgerða strax á næsta ári

Horft er til þess að hægt sé að fara í all­ar þess­ar aðgerðir á ár­un­um 2026 og 2027, fyr­ir utan sam­ein­ingu héraðsdóm­stóla sem yrði ekki fyrr en árið 2028 sam­kvæmt til­lög­um hóps­ins.

Bent er á að í dag eru 154 stofn­an­ir rík­is­ins, en þar af eru 68 stofn­an­ir með færri en 50 stöðugildi. Tel­ur hóp­ur­inn mikið óhagræði fel­ast í slíku og að litl­ar stofn­an­ir skorti slag­kraft sem fylgi stærri stofn­un­um. Tekið er fram að jafn­an leiði sam­ein­ing­ar til þess að draga störf inn á höfuðborg­ar­svæðið, en með því að ráðst í fleiri en eina sam­ein­ingu sé hægt með heild­stæðum hætti að dreifa höfuðstöðvum og starfs­stöðvum um landið.

Meðal til­lagna sem lagðar eru til:

Þjón­ustumiðstöð rík­is­ins: Stofn­un sem verði til með sam­ein­ingu sýslu­mann­sembætt­anna. Bent er á að vax­andi hluti er­inda sem embætt­un­um ber­ast í dag komi inn í miðlæg upp­lýs­inga­kerfi og séu af­greidd án land­fræðilegr­ar ná­lægðar. Þá mætti sam­eina Þjóðskrá Íslands við þessa Þjón­ustumiðstöð rík­is­ins og skoða kosti þess að Útlend­inga­stofn­un verði þar jafn­framt und­ir. Sam­hliða sé til­efni til að aðrar stjórn­sýslu­stofn­an­ir færi ein­stak­lingsþjón­ustu til nýrr­ar stofn­un­ar

Sýslumannsembættin yrðu sameinuðu í eina Þjónustumiðstöð ríkisins samkvæmt tillögunum.
Sýslu­mann­sembætt­in yrðu sam­einuðu í eina Þjón­ustumiðstöð rík­is­ins sam­kvæmt til­lög­un­um. mbl.is/​Hanna Andrés­dótt­ir

Fækk­un lög­reglu­embætta: Lagt til að fækka lög­reglu­embætt­um og að skyn­sam­legt sé að byrja að sam­eina lög­reglu­embætti á suðvest­ur­horn­inu. Það feli í sér hagræðingu í stjórn­un­ar­lagi, inn­kaup­um og ým­iss kon­ar stoðþjón­ustu.

Héraðsdóm­stól­ar sam­einaðir í einn: Lagt til að einn héraðsdóm­stóll verði stofnaður í stað þeirra átta sem nú eru, en að starfs­stöðvar hald­ist áfram á öll­um stöðum.

Sam­eig­in­leg stjórn­sýsla fyr­ir fram­halds­skóla: Fram­halds­skól­ar sæki þjón­ustu til sam­eig­in­legr­ar stjórn­sýslu­stofn­un­ar en hver og einn skóli haldi fag­legu sjálf­stæði og nafni. Kæmi fram í fækk­un mill­i­stjórn­enda, ein­föld­un­ar á rekstri og að skól­arn­ir sinni þannig fyrst og fremst kjarna­hlut­verki sínu. Með því fái þeir sterk­ara bak­land varðandi rekst­ur, upp­lýs­inga­tækni­mál og mannauðsmál.

Há­skóla­sam­stæður: Há­skóli Íslands verði að há­skóla­sam­stæðu, en inn­an þeirr­ar sam­stæðu væru einnig Há­skól­inn á Hól­um og Land­búnaðar­há­skóli Íslands ásamt til­rauna­stöð Há­skóla Íslands í meina­fræðum að Keld­um og Lands­bóka­safn Íslands. Und­ir aðra há­skóla­sam­stæðu myndu Há­skól­inn á Ak­ur­eyri og Há­skól­inn á Bif­röst sam­ein­ast.

Tvær háskólasamstæður yrðu til samkvæmt tillögunum. Annars vegar ein byggð …
Tvær há­skóla­sam­stæður yrðu til sam­kvæmt til­lög­un­um. Ann­ars veg­ar ein byggð á Há­skóla Íslands, en hin á Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri og Há­skól­an­um á Bif­röst. Sam­sett mynd

Markaðseft­ir­lit og neyt­enda­vernd: Sam­eina Sam­keppnis­eft­ir­litið, Fjar­skipta­stofu, Neyt­enda­stofu og Fjöl­miðlanefnd í eina stofn­un. Ný stofn­un myndi jafn­framt hafa eft­ir­lits­hlut­verk með op­in­ber­um inn­kaup­um.

TR og SÍ: Fýsi­leiki sam­ein­ing­ar Trygg­inga­stofn­un­ar og Sjúkra­trygg­inga Íslands verði skoðaður.

Stofn­un borg­ara­legra rétt­inda: Sam­eina Per­sónu­vernd, Jafn­rétt­is­stofu, Umboðsmann barna, Lands­kjör­stjórn og Mann­rétt­inda­stofn­un í eina stofn­un og minnka yf­ir­bygg­ingu.

Fækka nefnd­um: Lagt til að ráðuneyti leggi mat á hvaða ráð og nefnd­ir megi leggja niður, en sem dæmi er nefnt að leggja mætti niður yf­ir­fa­st­eigna­mats­nefnd og færa verk­efni henn­ar til yf­ir­skatta­nefnd­ar. Þá er lagt til að Stjórn­ar­ráðið komi upp „Húsi nefnd­anna“ sem veiti úr­sk­urðar- og kær­u­nefnd­um sam­eig­in­legt hús­næði og ut­an­um­hald.

Sam­rekst­ur í Stjórn­ar­ráði: Lagt til að auka sam­rekst­ur ráðuneyta. Meðal ann­ars færa mannauðsstjórn­un, skjala­mál, upp­lýs­inga­mál, al­menn­an rekst­ur og stoðhlut­verk sem hvert ráðuneyti sér um í dag til Umbru. Þá er lagt til að fast­eignaum­sýsla ráðuneyta fær­ist til FSRE og rekst­ur bif­reiða og manna­hald bíl­stjóra fær­ist til Rík­is­lög­reglu­stjóra.

Nefndin leggur til ýmisskonar samrekstur innan Stjórnarráðsins.
Nefnd­in legg­ur til ým­isskon­ar sam­rekst­ur inn­an Stjórn­ar­ráðsins. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Safna­stofn­un: Lagt til að sam­eina Gljúfra­stein, Lista­safn Ein­ars Jóns­son­ar, Lista­safn Íslands og Þjóðminja­safn í eina Safna­stofn­un. Ná þar með fram bættri nýt­ingu hús­næðis, fjár­magns og mannauðs.

Haf­tengd­ar stofn­an­ir: Skoða sam­ein­ingu Fiski­stofu, Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, Verðlags­stofu skipta­verðs og Fisk­rækt­ar­sjóðs. Sam­hliða kannað hvort Land­helg­is­gæsl­an taki við fisk­veiðieft­ir­liti. Ein­hver verk­efni Sam­göngu­stofu og Vega­gerðar gætu farið und­ir nýja stofn­un.

Nátt­úru­vernd­ar­stofn­un: Eft­ir sam­einginu hluta Um­hverf­is­stofn­un­ar sem sneri að nátt­úru­vernd og Vatna­jök­ulsþjóðgarðar í Núttu­vernd­ar­stofn­un um síðustu ára­mót ern ú horft til að sam­eina nýju stofn­un­ina við Minja­stofn­un og Þjóðgarðinn á Þing­völl­um.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum gæti farið undir Náttúruverndarstofnun verði af áformunum.
Þjóðgarður­inn á Þing­völl­um gæti farið und­ir Nátt­úru­vernd­ar­stofn­un verði af áformun­um. mbl.is/​Hari

Listamiðstöð Íslands: Í stað sex kynn­ing­armiðstöðva lista, auk fyr­ir­hugaðrar barna­menn­ing­armiðstöðvar, sem all­ar eru sjálf­stætt rek­ar, er lagt til að sam­eina þær í eina stofn­un. Eru flest­ar miðstöðvarn­ar með inn­an við 10 stöðugildi í dag með til­heyr­andi kostnaði við yf­ir­stjórn og stoðþjón­ustu. Þær kynn­ing­armiðstöðvar sem eru starf­rækt­ar í dag eru; Kvik­mynda­miðstöð Íslands, Miðstöð ís­lenskra bók­mennta, Mynd­listamiðstöð, Tón­list­armiðstöð, Sviðslistamiðstöð Íslands, Hönn­un­ar­miðstöð og List fyr­ir alla.

Sam­ein­ing sjóða: Skoða sam­ein­ingu sjóða á veg­um ráðuneyta. Slíkt ætti að skila lægri um­sýslu­kostnaði og betri yf­ir­sýn og minnka hættu á mis­notk­un. Bent er á að um­sýslu­kostnaður sjóða árið 2022 hafi verið 840 millj­ón­ir og ef tak­ist að lækka hann um 20-40% feli það í sér 170-340 millj­ón­ir ár­lega. Nefnd eru dæmi um sjóði sem mætti sam­eina: Lóa – ný­sköp­un­ar­styrk­ir fyr­ir lands­byggðina og Upp­bygg­inga­sjóði lands­hluta. Mennt­a­rann­sókna­sjóð og Rann­sókna­sjóð. Mat­væl­a­rann­sókna­sjóð og Tækniþró­un­ar­sjóð. Jafn­rétt­is­sjóð, Fram­kvæmda­sjóð jafn­rétt­is­mála og Fram­kvæmda­sjóð hinseg­in mál­efna.

Lagt er til að sameina fjölda sjóða, meðal annars er …
Lagt er til að sam­eina fjölda sjóða, meðal ann­ars er talað um að Mat­væl­a­rann­sókna­sjóður geti sam­ein­ast Tækniþró­un­ar­sjóði. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þá eru bent á að þrátt fyr­ir þess­ar til­lög­ur yrðu áfram til stofn­an­ir sem eru með færri en 50 stöðugildi. Lagt er til að unnið verði að fækk­un þeirra þannig að stöðugildi hverr­ar stofn­un­ar verði ekki und­ir 50. Meðal stofn­ana sem þetta á við um eru Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar Íslands, Umboðsmaður skuld­ara, Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferðamála og Skipu­lags­stofn­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert