Eldur kom upp í verslunarhúsnæði á Nýbýlavegi í Kópavogi í kvöld og voru tveir dælubílar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu ræstir út.
Eldurinn var minni háttar að sögn Lárusar Steindórs Björnssonar, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, og gekk slökkvistarf skjótt fyrir sig. Verið er að reykræsta rýmið.
Hann gat ekki sagt til um upptök eldsins en segir að minni háttar tjón hafi orðið á húsnæðinu.