Gleði, nammi og metnaðarfullir búningar

Ösku­dag­ur er einn af hápunkt­um árs­ins hjá yngstu kyn­slóðinni.

Gleði, metnaðarfullir búningar og mikið nammi einkenna daginn á Nóa Síríus-bílaplaninu, þar sem fjölskrúðugir hópar uppáklæddra barna flykkjast að og syngja fyrir nammi.

Klassísk lög á við Gulur, rauður, grænn og blár og Alúetta eiga sér alltaf stað á öskudaginn en flest sungu börnin sigurlag Söngv­akeppni sjón­varps­ins í ár – RÓA með hljómsveitinni VÆB – og voru VÆB búningarnir ófáir meðal fjöldans fyrir framan Nóa Síríus.

Meðal VÆB aðdáenda var skemmtilegur stúlknahópur sem söng RÓA í eftirminnilegri kisu útgáfu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert