Hlynnt hagræðingu en ekki viss með sameiningu

Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hagræðingaráform eru bara alltaf af hinu góða og við fögn­um því að það sé verið að leita leiða til þess að hafa op­in­ber­an rekst­ur eins hag­kvæm­an og unnt er,“ seg­ir Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, um hagræðing­ar­til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar.  Hún set­ur þó spurn­ing­ar­merki við sam­ein­ingu eig­in stofn­un­ar við aðrar, líkt og hagræðing­ar­hóp­ur­inn lagði til.

Helga er jafn­framt formaður Fé­lags for­stöðumanna rík­is­stofn­ana (FFR).

Sex­tíu hagræðing­ar­til­lög­ur sem kynnt­ar voru á blaðamanna­fundi stjórn­valda í gær sem eiga að spara rík­is­sjóði 71 millj­arð króna á ár­un­um 2026 til 2030.

Um tíu þúsund sparnaðar­til­lög­ur bár­ust stjórn­völd­um frá al­menn­ingi, ráðuneyt­um og rík­is­stofn­un­um.

Eiga að vanda til verka og tryggja sam­tal

„Við höf­um alltaf eig­in­lega bara kallað eft­ir því að þetta sé gert í þéttu sam­tali við for­stöðumenn,“ seg­ir Helga.

Seg­ir hún það vera núm­er eitt, tvö og þrjú að rík­is­stjórn­in muni nú vanda til verka og tryggja sam­tal við for­stöðumenn­ina þegar farið verður í hagræðing­araðgerðir.

„Ég held að á þessu stigi sé bara um að gera að skoða áfram hvað fólk er með í huga og mæta þessu af opn­um hug.“

Sjálf­stæð Stofn­un borg­ara­legra rétt­inda

Í einni hagræðing­ar­til­lög­unni seg­ir að stefna skuli að því að setja á fót sjálf­stæða Stofn­un borg­ara­legra rétt­inda með sam­ein­ingu Per­sónu­vernd­ar, Jafn­rétt­is­stofu, Umboðsmanns barna, Lands­kjör­stjórn­ar og Mann­rétt­inda­stofn­un­ar.

Seg­ir að með sam­ein­ingu sé unnt að hagræða með minni yf­ir­bygg­ingu og yrði um leið til hag­kvæm­ari rekstr­arein­ing með auk­inn sveigj­an­leika til að sinna verk­efn­um sín­um og efla fag­legt starf sitt.

Þurfa að vera viss­ir um að þetta stand­ist lög

Hvernig líst þér á þessa til­lögu?

„Já, þarna þarf bara að huga að gild­andi lög­um. Þeir sem skoða þetta þurfa bara að skoða þetta aðeins bet­ur,“ seg­ir Helga, sem eins og fyrr seg­ir er for­stjóri Per­sónu­vernd­ar.

Nefn­ir að eng­in per­sónu­vernd­ar­stofn­un inn­an Evr­ópu sé með svo víðfeðmt hlut­verk inn­an­dyra.

„Það er gert ráð fyr­ir sjálf­stæði per­sónu­vernd­ar­stofn­anna ein­mitt til þess að hafa eft­ir­lit með öðrum. Þannig þetta er bara eitt af því sem þyrfti að skoða.“

Ertu hrif­inn af til­lög­unni eða er þetta eitt­hvað sem þú mynd­ir vilja skoða nán­ar af því að þú vilt ekki sjá þetta ger­ast?

„Eins og ég segi, þeir sem leggja fram til­lög­urn­ar þurfa nátt­úru­lega að vera viss­ir um að þetta stand­ist lög og sam­kvæmt lög­um í dag þá þarf hvert ríki EES að vera með per­sónu­vernd­ar­stofn­un og hún hef­ur eft­ir­lit með öðrum stofn­un­um. Það er spurn­ing hvaða auk­in verk­efni er hægt að setja á hana. Það þarf bara að skoðast inn­an marka lag­anna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert