Undirbúa málshöfðun vegna flugslyssins

Frá leitaraðgerðum á Þingvallavatni 2022.
Frá leitaraðgerðum á Þingvallavatni 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Foreldrar manns sem fórst í flugslysinu við Þingvallavatn árið 2022 undirbúa nú mál á hendur ríkinu vegna slyssins. 

Þetta kom fram í Kveik, fréttaskýringaþætti RÚV, fyrr í kvöld.

Þar var rætt við hjónin Kristin og Chris Neuman, en Josh sonur þeirra var einn þeirra fjögurra sem fórst í slysinu. 

Í þættinum kom fram að Neuman-hjónin hafi leitað ýmissa svara hjá íslenskum yfirvöldum, þar á meðal Samgöngustofu, um málið, en fengið ófullnægjandi svör.

Þau hafa því falið lögmönnum sínum að undirbúa dómsmál á hendur íslenskum stjórnvöldum, sem hefðu að mati Neuman-hjónanna getað komið í veg fyrir flugslysið með því að framfylgja betur lögum, en í skýrslu rannsóknarnefndar um slysið kom fram að flugfélagið Volcano air hefði ekki verið með heim­ild til að fljúga með farþega gegn gjaldi.

Telja Neuman-hjónin því að stjórnvöld hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu og sýnt af sér saknæmt athafnaleysi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert