Ásetningur Sindra og Ísidórs ekki sannaður

Sindri Snær Birgisson í Landsrétti í febrúar er aðalmeðferð málsins …
Sindri Snær Birgisson í Landsrétti í febrúar er aðalmeðferð málsins fór fram. mbl.is/Karítas

Lands­rétt­ur tel­ur að ekki verið „slegið föstu“ að Sindri Snær Birg­is­son hafi með at­höfn­um sín­um sem til­greind­ar eru í ákæru sýnt ótví­rætt í verki ásetn­ing til að fremja hryðju­verk. Því var hann sýknaður fyr­ir til­raun til hryðju­verka, og Ísi­dór Nathans­son þar af leiðandi sýknaður fyr­ir hlut­deild í broti Sindra.

Þetta kem­ur fram í dómi Lands­rétt­ar sem var birt­ur eft­ir að dóms­upp­saga fór fram í hryðju­verka­mál­inu svo­kallaða í dag.

Dóm­ar þeirra fyr­ir stór­fellt vopna­laga­brot voru mildaðir, Sindri var dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi og Ísi­dór 15 mánaða.

Ákæru­valdið hafði kraf­ist þess að menn­irn­ir yrðu sak­felld­ir og refs­ing þyngd fyr­ir vopna­laga­brotið. Verj­end­ur mann­anna höfðu farið fram á sýknu og refsi­lækk­un.

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi Sindra, sagði eft­ir að dóm­ur féll í sam­tali við mbl.is að menn­irn­ir myndu sækja rétt sinn gagn­vart rík­inu.

„Ótví­rætt“ aft­ur lyk­il­orð

Dóm­ur Lands­rétt­ar er tæp­ar 13 blaðsíður og í hon­um er ít­ar­lega farið yfir lög­in sem Sindri og Ísi­dór voru ákærðir fyr­ir brot á og hvað felst í þeim, 1., 2. og 4. tölulið 100. gr. a, sbr. 1. mgr. 20. gr., al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/​1940 – það er að segja til­raun til hryðju­verka.

Líkt og í hinum áfrýjaða dómi er farið yfir ís­lenska til­raun­ar­á­kvæðið, sem er að fyr­ir­mynd danskra hegn­ing­ar­laga:

Hver sá sem tekið hef­ur ákvörðun um að vinna verk, sem refs­ing er lögð við í al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um, og ótví­rætt sýnt þann ásetn­ing í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að fram­kvæmd brots­ins, hafi, þegar brotið er ekki full­komnað, gerst sek­ur um til­raun til þess.

Í orðalagi ákvæðis­ins felst að til­raun­ar­verk get­ur því aðeins orðið refsi­vert að það sé unnið af ásetn­ingi. Í verknaðarlýs­ingu danska ákvæðis­ins kem­ur orðið „ótví­rætt“ ekki fyr­ir eins og í því ís­lenska.

„Í öllu falli er ljóst að sam­kvæmt ákvæðinu dug­ir ekki ráðagerð ein held­ur verður hún að birt­ast „í verki“,“ seg­ir í dómn­um.

Þá seg­ir um meint hlut­deild­ar­brot Ísi­dórs: „Um hug­læga af­stöðu hlut­deild­ar­manns gild­ir sú regla að ásetn­ing­ur hans verður að standa til þess að brot verði full­framið þótt at­beini hans sé ein­ung­is fyr­ir hendi á und­ir­bún­ings­stigi þess.“

Ísidór Nathansson í Landsrétti í febrúar.
Ísi­dór Nathans­son í Lands­rétti í fe­brú­ar. mbl.is/​Karítas

Dönsk mál eng­an veg­inn sam­bæri­leg

Í dómn­um er minnst á að ákæru­valdið vísaði í danska dóma sér til rök­stuðnings, þar sem sak­fellt hef­ur verið fyr­ir til­raun til hryðju­verka og hlut­deild þar í, þótt um und­ir­bún­ings­at­hafn­ir hafi verið að ræða.

„Að mati rétt­ar­ins eru þau mál eng­an veg­inn sam­bæri­leg því sem hér um ræðir, hvorki hvað varðar at­hafn­ir sem um var að tefla né sönn­un­ar­stöðu að öðru leyti,“ seg­ir í dómn­um.

Skoða sam­skipt­in í heild

Í dómn­um seg­ir að ákæru­valdið hafi reist mála­til­búnað sinn á því að Sindri hafi verið bú­inn að taka ákvörðun um að fremja hryðju­verk og hafi hann sýnt ásetn­ing sinn til þess ótví­rætt í verki er horft er á heild­ar­mynd­ina.

Lands­rétt­ur féllst á það að við mat á hug­lægri af­stöðu Sindra og Ísi­dórs verði að virða heild­stætt at­hafn­ir þeirra.

Það sama á við um Signal-sam­skipti þeirra „sem voru um­fangs­mik­il, og eru þau sam­skipti sem vísað er til í ákæru aðeins óveru­leg­ur hluti þeirra“.

Verj­end­ur mann­anna og þeir sjálf­ir sögðu ít­rekað fyr­ir dómi að sam­skipti þeirra væru klippt úr sam­hengi í ákæru. Þessu er dóm­ur­inn sam­mála og að bet­ur eigi að horfa á sam­skipt­in í heild.

„Sést að oft hafa þeir staldrað stutt við þau sam­töl og at­hafn­ir sem í ákæru grein­ir og í beinu fram­haldi farið að ræða eða skoða eitt­hvað allt annað. Þá áttu net­leit­ir sem vísað er til í ákæru sér oft­ar en ekki stað meðan á þeim sam­skipt­um stóð sem vísað er til í öðrum ákæru­liðum,“ seg­ir í dómn­um.

Lands­rétt­ur tek­ur und­ir það mat héraðsdóms „að í all­flest­um til­vik­um sé um að ræða ógeðfelld um­mæli og oft hat­urs­fulla orðræðu í garð til­tek­inna trú­ar- og sam­fé­lags­hópa“.

Fram­leiðsla skot­vopna ekki liður í und­ir­bún­ingi

Að mati dóms­ins verður að virða um­mæli og at­hafn­ir Sindra og Ísi­dórs í því ljósi að fyr­ir ligg­ur að þeir stóðu að fram­leiðslu skot­vopna auk þess sem skot­vopn voru í eigu Sindra.

Ákæru­valdið vildi meina að fram­leiðsla og sala skot­vopn­anna hefði verið liður í því að fjár­magna hryðju­verk­a­starf­semi. Menn­irn­ir sögðu það hins veg­ar ein­ung­is hafa verið í tekju­skyni.

„Á hinn bóg­inn verður einnig að líta til þess að ákærðu eru í mál­inu sak­felld­ir fyr­ir að hafa selt skot­vopn sem fram­leidd voru. Með hliðsjón af því verður tekið und­ir það mat héraðsdóms að ekki sé unnt að miða við að fram­leiðsla skot­vopn­anna hafi verið liður í und­ir­bún­ingi hryðju­verka,“ seg­ir í dómi Lands­rétt­ar.

Strang­ar kröf­ur á hug­lægri af­stöðu

Í dóm­in­um seg­ir að með und­ir­bún­ings­at­höfn­um þurfi að vera unnt að draga þá álykt­un að ásetn­ing­ur hafi staðið til full­framn­ing­ar brots og þá að und­an­gengnu ströngu mati á hug­lægri af­stöðu ger­anda, sbr. orðalag ákvæðis­ins um að hann hafi ótví­rætt sýnt þann ásetn­ing í verki.

„Verður að telja að í því orðalagi fel­ist jafn­framt að strang­ari kröf­ur verði að gera til mats á hug­lægri af­stöðu ger­anda til ætlaðra und­ir­bún­ings­at­hafna en ef um fram­kvæmda­at­höfn væri að ræða.“

Við þetta bæt­ist að sam­kvæmt 100. gr. a al­mennra hegn­ing­ar­laga þarf ekki aðeins að sýna fram á ásetn­ing til þeirra grunn­brota sem í ákvæðinu eru tal­in, held­ur einnig að fyr­ir liggi ásetn­ing­ur til að fremja hryðju­verk.

Sindri og Ísidór í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sindri og Ísi­dór í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Niðurstaða Lands­rétt­ar er að því verði „ekki slegið föstu að ákærði Sindri Snær hafi með at­höfn­um þeim sem í ákæru grein­ir sýnt ótví­rætt í verki ásetn­ing til að fremja hryðju­verk eins og þar grein­ir. Þá verður ekki held­ur talið að sýnt hafi verið fram á ásetn­ing ákærða Ísi­dórs til hlut­deild­ar í slík­um verknaði“.

Er það því niðurstaða Lands­rétt­ar að staðfesta sýknu­dóm héraðsdóms.

Vopn­in í raun Sindra

Líkt og áður sagði staðfesti Lands­rétt­ur niður­stöðu héraðsdóms um sak­fell­ingu ákærðu fyr­ir stór­felld vopna­laga­brot sam­kvæmt ákær­unni og sé hátt­semi þeirra þar rétt færð til refsi­á­kvæða. Sindri hafði verið dæmd­ur í 24 mánaða fang­elsi í héraði og Ísi­dór í 18 mánaða fang­elsi. 

Þá hafði Sindri farið fram á að kröfu ákæru­valds­ins um upp­töku á þrem­ur riffl­um af gerðinni AK-47, AR-15 og CZ557 yrði vísað frá héraðsdómi. Þá krafðist hann þess að kröfu ákæru­valds­ins um upp­töku á 1.620.000 krón­um í reiðufé yrði hafnað.

Frá­vís­un­ar­kraf­an var rök­studd með því að upp­töku­kröfu hefði átt að beina að föður hans sem skráðs eig­anda vopn­anna.

Lands­rétt­ur staðfest­ir hins veg­ar þá niður­stöðu héraðsdóms að Sindri hafi verið raun­veru­leg­ur eig­andi skot­vopn­anna og að skrán­ing þeirra á föður hans hafi verið til mála­mynda þar sem Sindri hafði ekki skot­vopna­leyfi. Er frá­vís­un­ar­kröf­unni því hafnað og staðfest niðurstaða héraðsdóms um upp­töku á fram­an­greind­um skot­vopn­um og reiðufé.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert