Barefli notað og einn á slysadeild

Árásin átti sér stað í austurborginni.
Árásin átti sér stað í austurborginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir menn eru í haldi lögreglu eftir líkamsáras hvar barefli var notað. Einn var fluttur á slysadeild. 

Þetta segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. 

Hann segir að tilkynningin hafi borist lögreglu rétt fyrir klukkan 15 og að atvikið hafi átt sér stað í austurborginni.

Fjórir aðilar

Í frétt Ríkisútvarpsins, sem greindi fyrst frá, kemur fram að svo virðist sem fjórir menn hafi átt aðild að átökunum. 

Þá kemur fram að hinn slasaði sé með alvarlega áverka og að mennirnir í haldi séu grunaðir um meiriháttar líkamsárás. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert