Básar Quang Le fjarlægðir eftir úrskurð

Þrotabú Vietnam Cuisine fékk matarbásana inn í búið.
Þrotabú Vietnam Cuisine fékk matarbásana inn í búið. Samsett mynd

Fjór­tán mat­ar­bás­ar sem sett­ir höfðu verið upp á í sögu­frægu húsi á Vest­ur­götu 2 hafa verið fjar­lægðir eft­ir úr­sk­urð í Héraðsdóm­ir Reykja­vík­ur þess efn­is. Bás­arn­ir voru sett­ir upp af at­hafna­mann­in­um Quang Le sem hafði hug á því að opna mat­höll á Vest­ur­götu þegar lög­regla hand­tók hann í mars í fyrra vegna gruns um man­sal og skipu­lagða glæp­a­starf­semi.

Málið er enn til rann­sókn­ar hjá lög­reglu en ekki hef­ur verið ákært í því.

Rekst­ur mat­ar­bás­anna var und­ir merkj­um Vietnam Cuis­ine ehf. sem er eitt þeirra fé­laga sem fóru í þrot eft­ir að Quang Le var sett­ur í gæslu­v­arðhald og eign­ir hans fryst­ar.

Leig­an 3,6 millj­ón­ir á mánuði

Eft­ir að Vietnam Cuis­ine gat ekki staðið við leigu­samn­ing á hús­inu, sem var upp á rúm­lega 3,6 millj­ón­ir á mánuði, rifti Fjelagid ehf. samn­ingi við Vietnam Cuis­ine og eignaðist í kjöl­farið mat­ar­bás­ana tíma­bundið.

Búið var að setja upp 14 matarbása.
Búið var að setja upp 14 mat­ar­bása. Ljós­mynd/​aðsend

Þrota­bú Vietnam Cuis­ine sætti sig hins veg­ar ekki við það og gerði aðfar­ar­beiðni til að end­ur­heimta mat­ar­bás­ana og raun­ar einnig lof­ræsti- og bruna­kerfi, uppþvotta­véla­sam­stæðu og par­ket sem lá í stöfl­um inn­an­húss.

Vildu frá leigu­samn­ing greidd­an 

Helstu rök Fjelags­ins ehf. sem er eig­andi að Vest­ur­götu 2 voru þau að veru­leg­ar breyt­ing­ar hefðu verið gerðar á hús­næðinu og að í ljósi þess að mun­irn­ir væru nagl­fast­ir ættu þeir raun­veru­lega að fylgja hús­næðinu áfram líkt og til­greint er í leigu­lög­um. Þá er á það bent að gerður hafi verið tíu ára leigu­samn­ing­ur og að átta ár hafi verið eft­ir af hon­um. Nem­ur upp­hæðin sem eft­ir átti að greiða á samn­ings­tím­an­um ríf­lega 370 millj­ón­ir króna. Gerði Fjelagið kröfu í þrota­bú Vietnam Cuis­ine fyr­ir þeirri upp­hæð.

Dæmdi þrota­bú­inu í hag 

Dóm­ari úr­sk­urðaði hins veg­ar þrota­búi Vietnam Cuis­ine al­farið í hag. Þannig var ekki tekið und­ir þau sjón­ar­mið að þrota­búið ætti að greiða það sem eft­ir væri af samn­ings­tíma leigu­samn ings og að þeir mun­ir sem höfðu verið fest­ir inn­an­húss bæri að fjar­lægja.

Nýr rekst­ur opn­ar í hús­inu 

Brátt verður nýr rekst­ur opnaður í hús­næðinu og mun hann ganga und­ir nafn­inu Bryggju­húsið. Mun það verða veit­ingastaður sem mun m.a. inni­halda kampa­víns- og brauðtertu­bar, osta­búð og fleira til. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert