Hæð yfir Grænlandi og kraftlitlar lægðir stjórna veðrinu

Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi.
Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi. Kort/Veðurstofa Íslands

Það verður vestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s á landinu í dag og smá él en það léttir til suðaustanlands. Hitinn verður í kringum frostmark yfir daginn en svalara verður í innsveitum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að hæð yfir Grænlandi og kraftlitlar smálægðir stjórni veðrinu á landinu þessa dagana.

Á morgun er svipuðu veðri spáð en áttin verður norðlæg eða breytileg 3-10 m/s og él en bjart að mestu suðaustantil. Hitinn verður um eða undir frostmarki.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert