Hættulegum afbrotamanni vísað brott

Maðurinn var handsamaður á Keflavíkurflugvelli.
Maðurinn var handsamaður á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsréttur staðfesti sl. föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness tveimur dögum fyrr, um að maður frá Alsír skuli sæta gæsluvarðhaldi til 12. mars nk.

Maðurinn var gripinn með fölsuð skilríki í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í lok september í fyrra og handtekinn í framhaldinu. Gekkst hann við því að skilríkin væru fölsuð.

Hingað kom maðurinn frá ónefndu Schengen-ríki, en við nánari skoðun í kerfum lögreglunnar kom í ljós að viðkomandi var í endurkomubanni inn á Schengen-svæðið sem hann sætti frá 30. apríl 2024 og gilti bannið í tíu ár.

Þegar málið var rekið í héraðsdómi kom m.a. fram að sakavottorð mannsins lægi fyrir og væri það mat lögreglu að hann teldist vera ógn við allsherjarreglu, öryggi ríkisins og almannahagsmuni. Var það mat byggt á niðurstöðu dómstóls í ónefndu erlendu ríki sem ákvað að viðkomandi skyldi sæta endurkomubanni inn á Schengen-svæðið.

Sakfelldur átta sinnum

Í yfirheyrslum yfir manninum kom fram að hann hafði smyglað sér á báti yfir til ónefnds Schengen-ríkis og þaðan áfram til ónefnds lands og síðan til Íslands.

Þegar þetta var orðið ljóst var maðurinn fluttur á nýjan leik að landamærunum á Keflavíkurflugvelli og var þar kannað hvort hann uppfyllti skilyrði fyrir komu hingað til lands. Var kallað eftir upplýsingum að utan, þaðan sem hann hafði sótt um vernd en hafði verið synjað. Þar í landi hafði hann látið til sín taka á glæpavettvangi og verið sakfelldur alls átta sinnum, m.a. fyrir fíkniefnalagabrot, alvarlegar líkamsárásir, innbrot og þjófnað. Eftir að hafa setið af sér dóm fyrir tiltækin til 30. apríl 2024, var hann fluttur af landi brott í þvinguðum flutningi með tíu ára endurkomubann inn á Schengen-svæðið.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert