Hvítabandið rifið og eins hús verði byggt

Glæsibygging sem setur mikinn svip á Skólavörðustíginn.
Glæsibygging sem setur mikinn svip á Skólavörðustíginn. Ljósmynd/Ríkiskaup

Eigendur hússins að Skólavörðustíg 37, sem jafnan er kennt við Hvítabandið, hafa sent til borgarinnar fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.

Í henni felst að rífa húsið og endurbyggja með sama útliti en nýrri útfærslu á kvistum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra skipulagsfulltrúa.

Hvítabandið var í eigu ríkisins. Húsið er byggt 1932-1933, teiknað af Arinbirni Þorkelssyni húsasmíðameistara. Það er 1.065 fermetrar að stærð, þrílyft með kjallara, risi, stórum hornkvisti og þremur gluggakvistum.

Húsið ber ýmis einkenni þeirra húsa sem byggð voru í tíð steinsteypuklassíkur hér á landi, einkum hvað form og gluggasetningu varðar, segir í húsakönnun Borgarsögusafns. Undir þakskeggi er einnig skrautband í klassískum stíl.

Húsið var auglýst til sölu árið 2023 og var það félagið SK37 sem keypti það. Stjórnarformaður félagsins er Lýður Guðmundsson athafnamaður, kenndur við fyrirtækið Bakkavör. Samkvæmt frétt í Viðskiptablaðinu var kaupverðið 496 milljónir króna.

Veitingastaðir á 1. hæð

Í greinargerð arkitektastofunnar Nordic Office of Architecture til borgarinnar fyrir hönd eigenda kemur fram að þeir hafi í upphafi séð fyrir sér að breyta notkun eignarinnar þannig að á fyrstu hæð ásamt kjallara yrðu innréttaðir veitingastaðir og á 2. hæð listagallerí. Á þriðju og fjórðu hæð yrðu innréttaðar íbúðir.

VSÓ ráðgjöf var fengin til að skoða uppbyggingu burðarvirkis hússins. Kom þá í ljós að húsið var án járnbendingar, þ.e. styrkingar steypu, í berandi út- og innveggjum. Einhver járn eru í kringum glugga og gólfplötur eru járnbentar með lágmarksbendingu líkt og gert var á fyrstu árum steyptra húsa í Reykjavík.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert