Íhuga að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakóknari segir embættið íhuga að óska eftir áfrýjunarleyfi …
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakóknari segir embættið íhuga að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Samsett mynd

Sig­ríður Friðjóns­dótt­ir rík­is­sa­skókn­ari seg­ir að ekki verði tek­in ákvörðun um það hvort leit­ast verði eft­ir áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar fyrr en embættið hef­ur farið yfir dóm í hryðju­verka­mál­inu svo­kallaða. 

Sak­born­ing­arn­ir tveir, Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son, voru sýknaðir í hryðju­verkaþætti máls­ins í Lands­rétti fyrr í dag. Þeir fengu þó 15 og 18 mánaða dóm fyr­ir vopna­laga­brot en það er væg­ari dóm­ur en þeir fengu í héraði þar sem Sindri fékk tveggja ára dóm en Ísi­dór 18 mánaða dóm. 

Fara vand­lega yfir dóm­inn 

„Fyrsta skrefið er nú að fara vand­lega yfir dóm­inn og þær rök­semd­ir sem niðurstaða um sýknu bygg­ist á. Í kjöl­farið verður tek­in ákvörðun um það hvort til­efni sé til að óska eft­ir áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar,“ seg­ir Sig­ríður í skrif­legu svari til mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert