Munu sækja rétt sinn eftir hryðjuverkamálið

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, og Einar Oddur Sigurðsson, …
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, og Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar, í Landsrétti í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi Sindra Snæs Birg­is­son­ar í hryðju­verka­mál­inu, seg­ir að Sindri og Ísi­dór Nathans­son muni sækja rétt sinn gagn­vart rík­inu. Hann seg­ir dóm Lands­rétt­ar merki­leg­an og að hann verði skoðaður í refsirétti í framtíðinni. Þá sé hann einnig mik­il lexía fyr­ir lög­regl­una. 

Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son voru fyr­ir skömmu aft­ur sýknaðir af til­raun til hryðju­verkja, nú fyr­ir Lands­rétti. 

Þá voru fang­els­is­refs­ing­ar þeirra beggja skert­ar frá lægra dóm­stigi. 

Stríðinu nokk­urn veg­inn lokið

„Þetta er fyrst og fremst mik­il ánægja fyr­ir hönd míns um­bjóðenda og mín eig­in. Þessu stríði er nokk­urn veg­inn lokið og þetta er bara rétt niðurstaða,“ seg­ir Sveinn Andri þegar hann er innt­ur eft­ir viðbrögðum í Lands­rétti.

„Það er gott að fá þetta staðfest eft­ir all­an þenn­an tíma og þessa mar­tröð sem þess­ir dreng­ir eru bún­ir að ganga í gegn­um,“ bæt­ir hann við.

„Það sem nátt­úru­lega blas­ir við að þeir muni gera er að sækja sér rétt gagn­vart rík­inu.“

Það verður farið í það?

„Já, al­gjör­lega,“ seg­ir hann.

„Það verður bara þegar þetta er búið að setj­ast og áfrýj­un­ar­frest­ir liðnir,“ bæt­ir hann við, spurður hvenær það verði gert.  

„Þeir hefðu bet­ur ekki farið af stað í þetta ferli

„Þetta er merki­leg­ur dóm­ur og mun vera skoðaður í þess­um refsiréttarpæl­ing­um framtíðar,“ seg­ir verj­and­inn og held­ur áfram:

„Þarna reyn­ir í fyrsta sinn á þetta hryðju­verka­ákvæði og síðan eru þarna ákveðnar lín­ur sem Lands­rétt­ur legg­ur gagn­vart til­rauna­ákvæðinu í hegn­ing­ar­lög­un­um.“

Þá seg­ir hann dóm­inn vera góða og fína lög­fræðilega lex­íu og mikla lex­íu fyr­ir lög­regl­una.  

„Þeir hefðu bet­ur ekki farið af stað í þetta ferli.“

Sveinn hef­ur áður gagn­rýnt rann­sókn lög­regl­unn­ar í mál­inu. Spurður um fram­göngu lög­regl­unn­ar seg­ist hann vita til þess að inn­an lög­regl­unn­ar séu „marg­ir mjög ósátt­ir“ við fram­göngu henn­ar í mál­inu.

Áttu von á að þessu verði áfrýjað til Hæsta­rétt­ar?

„Ég veit það ekki. Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum myndi ég segja nei en lengi skal mann­inn reyna í þessu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert