Ríkið greiði nærri 46 milljónir í lögfræðikostnað

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­fræðikostnaður hryðju­verka­máls­ins, eft­ir að hafa farið í gegn­um tvö dóms­stig, kost­ar rík­is­sjóð tæp­lega 46 millj­ón­ir króna. Enn á eft­ir að koma í ljós hvort málið fari til Hæsta­rétt­ar.

Lands­rétt­ur dæmdi Sindra Snæ Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son til þess að greiða lægra hlut­fall af sak­ar­kostnaði en Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafði gert, eða úr fjórðungi í fimmt­ung.

Verj­end­ur tví­menn­ing­anna, þeir Sveinn Andri Sveins­son og Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson, sögðu í mál­flutn­ingi sín­um í Lands­rétti að 95% af vinnu þeirra hafi farið í hryðju­verka­hluta máls­ins. Því ætti rík­is­sjóður greiða reikn­ing­inn að lang­mestu. Sindri og Ísi­dór voru sýknaðir á báðum dóm­stig­um fyr­ir þann hluta.

Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar, og Sveinn Andri Sveinsson, …
Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson, verj­andi Ísi­dórs Nathans­son­ar, og Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi Sindra Snæs Birg­is­son­ar, í Lands­rétti í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þá fóru þeir fram á að mál­svarn­ar­laun þeirra sem héraðsdóm­ur ákvað yrðu end­ur­skoðuð, alls 22 millj­ón­ir á hvorn lög­mann.

Sveinn Andri sagði að tíma­skýrsl­an hafi verið skrúfuð niður og taldi hann sig ein­ung­is hafa fengið greidda um 60% af vinn­unni.

Greiða tæp­lega 6 millj­ón­ir hvor

Lands­rétt­ur staðfesti mál­svarn­ar­laun lög­mann­anna eins og hann var ákv­arðaður í héraði, en líkt og áður seg­ir greiða Sindri og Ísi­dór fimmt­ung en ekki fjórðung. Þá greiðir Sindri fimmt­ung af þókn­un verj­anda síns á rann­sókn­arstigi sem voru sam­tals 2 millj­ón­ir króna.

Þá greiða me­ann­irn­ir einnig fimmt­ung mál­svarn­ar­launa verj­anda sinna fyr­ir Lands­rétti. Laun verj­anda Sindra nema 6 millj­ón­um alls og verj­anda Ísi­dórs 5 millj­ón­um alls.

Sam­tals greiðir rík­is­sjóður því tæp­lega 46 millj­ón­ir í mál­svarn­ar­laun hryðju­verka­máls­ins í héraði og fyr­ir Lands­rétti. Sindri mun þurfa að greiða 6 millj­ón­ir króna og Ísi­dór 5,4 millj­ón­ir króna.

Þá greiða Sindri og Ísi­dór óskipt fimmt­ung hluta ann­ars áfrýj­un­ar­kostnaðar, sem í heild nem­ur 1.354.466 krón­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert