Sýknaðir og fá vægari dóma

Sindri og Ísidór í dómshúsi.
Sindri og Ísidór í dómshúsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sindri Snær Birg­is­son hef­ur verið dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi fyr­ir þátt sinn í hryðju­verka­mál­inu svo­kallaða. Ísi­dór Nathans­son hlýt­ur 15 mánaða fang­els­is­dóm. Þeir eru aft­ur sýknaðir af til­raun til hryðju­verka.

Lands­rétt­ur kvað upp dóm sinn rétt í þessu og með hon­um eru fang­els­is­refs­ing­ar beggja mann­anna skert­ar frá lægra dóm­stigi. 

Dæmd­ir í héraðsdómi fyr­ir ári

Rétt tæp­lega ár er liðið frá því að Sindri var sýknaður fyr­ir til­raun til hryðju­verka í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Ísi­dór var á sama tíma sýknaður fyr­ir hlut­deild í broti Sindra. 

Aft­ur á móti voru þeir dæmd­ir fyr­ir stór­fellt vopna­laga­brot, Sindri í 24 mánaða fang­elsi og Ísi­dór í 18 mánaða fang­elsi.

Refs­ing­ar fyr­ir þau brot voru skert­ar með dómi Lands­rétt­ar í dag.

Verj­end­ur mann­anna höfðu fyr­ir Lands­rétti kraf­ist þess að þeir yrðu sýknaðir al­farið af hryðju­verka­hluta ákær­unn­ar og að hluta fyr­ir vopna­laga­brot­in.

Sömu­leiðis var þess kraf­ist að þeir yrðu aðeins dæmd­ir til væg­ustu refs­ing­ar sem lög leyfa, hvað varðar þau brot sem þeir geng­ust við að hluta.

Viður­styggi­leg um­mæli gefið lög­reglu fullt til­efni

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi Sindra, gagn­rýndi orðalag í dómi héraðsdóms þar sem sagði að „viður­styggi­leg um­mæli“ beggja ákærðu og at­hafn­ir þeirra hefðu að mati dóms­ins gefið „fullt til­efni til aðgerða lög­reglu í mál­inu er ákærðu voru hand­tekn­ir“.

Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir 21. sept­em­ber árið 2022, degi eft­ir að heim­ild til ákveðinna þving­unar­úr­ræða var gef­in út.

Í máli Karls Stein­ars Vals­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns fyr­ir héraðsdómi kom fram að þeir hefðu fyrst og fremst verið hand­tekn­ir vegna rann­sókn­ar­hags­muna, þar sem Ísi­dór hefði fengið upp­lýs­ing­ar um eft­ir­lit lög­reglu með þeim.

Á blaðamanna­fundi lög­reglu dag­inn eft­ir var svo greint frá því að komið hefði verið í veg fyr­ir hryðju­verk.

Rann­sókn­in miðað að fyr­ir­fram ákveðnum kenn­ing­um

Verj­end­urn­ir sögðu báðir fyr­ir Lands­rétti að rann­sókn lög­reglu hefði miðað að fyr­ir­fram ákveðnum kenn­ing­um og oftúlk­un­um, um að fé­lag­arn­ir væru hættu­leg­ir hryðju­verka­menn.

Grund­vall­ar­sjón­ar­miði um hlut­lægni hefði verið „kastað út um glugg­ann“.

„Við sem sam­fé­lag verðum að setja mörk,“ sagði sak­sókn­ar­inn Anna Barbara Andra­dótt­ir aft­ur á móti, þegar hún flutti málið fyr­ir Lands­rétti.

Hún sagði það ekki vera gott for­dæmi ef hægt væri að und­ir­búa hryðju­verk en segja það síðan vera djók án nokk­urra af­leiðinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert