Þyrla kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss

Hér má sjá tvær myndir af vettvangi.
Hér má sjá tvær myndir af vettvangi. Samsett mynd/Aðsend

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna alvarlegs umferðarslyss laust fyrir klukkan 15 við gatnamótin á Bröttubrekku og Þjóðvegi 1 á Vesturlandi.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Þyrlan var enn á vettvangi laust fyrir klukkan 16 en Ásgeir gerir ráð fyrir því að tveir verði fluttir með þyrlu í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi þá er um að ræða alvarlegt umferðarslys. Jepplingur og rúta lentu í árekstri en nánari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu.

Sjónarvottar segja að mikil umferðateppa hafi myndast.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert