Tókust á um hvort halda ætti úti ríkisfjölmiðli

Á fundinum var tekist á um framtíð RÚV.
Á fundinum var tekist á um framtíð RÚV. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmenni var á viðburði Viðskiptaráðs í gær þar sem farið var yfir niður­stöður nýrr­ar út­tekt­ar ráðsins á umhverfi fjölmiðla á Íslandi. 

Að lokinni kynningu á úttektinni fóru fram pallborðsumræður. Þar tóku til máls Helga Arnardóttir, fjölmiðla- og dagskrágerðarkona, Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður og þáttastjórnandi Spursmála. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, stýrði umræðum. 

Í samtali við mbl.is segir Stefán Einar líflegar umræður hafa skapast. Meðal annars hafi verið rætt um auglýsingadeild og fjármál Ríkisútvarpsins, ríkisstyrki til fjölmiðla og hvort nauðsynlegt væri að halda úti ríkisfjölmiðli. 

Kolbeinn Tumi og Helga voru sammála um að halda ætti úti ríkisfjölmiðli, en Stefán Einar sagði það tímaskekkju.

„Ég benti á til samanburðar að Morgunblaðið hefði komið út í 17 ár þegar ríkisútvarpið var stofnað og búið að koma út í 53 ár þegar ríkissjónvarpið var stofnað og að ákvörðun ríkisins um innkomu á fjölmiðlamarkað hefði fyrst og fremst verið vegna tæknilegra hindrana sem hefði ekki verið að hægt að ryðja úr vegi nema með aðkomu ríkisins,“ segir Stefán Einar.

Bendir Stefán Einnar einnig á að sjónvarps- og útvarpsrekstur RÚV hafi verið mikilvægur á sínum tíma út frá almannavarnasjónarmiðum. Í dag sé staðan hins vegar allt önnur. Hvorugur þessara miðla gegni enn lykilhlutverki við að koma upplýsingum skjótt til almennings.

Helga Arnardóttir, Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Einar Stefánsson tóku …
Helga Arnardóttir, Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Einar Stefánsson tóku þátt í pallborðsumræðum. Samsett mynd

RÚV hafi úr miklu að spila

Þá nefndu Kolbeinn Tumi og Stefán Einar báðir dæmi þar sem þeir telja að Ríkisútvarpið geti sparað fé. 

Kolbeinn Tumi nefndi að RÚV hafi fengið verktaka til að framleiða auglýsingar fyrir sig til að kynna að sjónvarpið myndi sinna kosningaumfjöllun fyrir þingkosningarnar í nóvember. Kolbeinn Tumi benti í fyrsta lagi á að Ríkisútvarpið sjálft ætti að geta framleitt það efni og í öðru lagi að það liggi í augum uppi að RÚV hafi skyldum að gegna við þennan fréttaflutning. 

„Þetta er eitt dæmi um fjárausturinn sem menn líta ekki í þó þeir kvarti undan því að það sé fjárskortur,“ segir Stefán Einar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert