Trump ekki tilnefnt sendiherra

Bandaríska sendiráðið. Trump forseti á eftir að skipa sendiherra á …
Bandaríska sendiráðið. Trump forseti á eftir að skipa sendiherra á Íslandi. mbl.is/Karítas

Donald J. Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tilnefnt sendiherra fyrir Ísland. Því er óvíst hvenær nýr sendiherra tekur til starfa.

Þetta fékkst upplýst hjá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi.

Carrin F. Patman, síðasti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hélt af landi brott 17. janúar. Erin Sawyer er starfandi sendiherra (Chargé d’affaires) og verður það áfram þar til nýr sendiherra lendir á Íslandi og hefur störf.

Rætt var við Patman í Morgunblaðinu 11. janúar í tilefni af því að hún var að kveðja land og þjóð. Sagði hún mikið hafa áunnist við að efla samskipti ríkjanna í sendiherratíð sinni.

Tilnefnd af Biden

Patman var ekki diplómati að atvinnu heldur tilnefnd af Joe Biden, þáverandi Bandaríkjaforseta, í febrúar 2022 og skipuð sendiherra í ágúst sama ár. Samkvæmt hefðinni lét hún því af störfum þegar nýr forseti sór embættiseið en það gerði Trump 20. janúar síðastliðinn.

Þegar Biden tók við völdum í janúar 2021 hafði sendiherrann sem Trump tilnefndi á fyrra kjörtímabili sínu látið af störfum en hann hét Jeffrey Ross Gunter og var, líkt og Patman, ekki diplómati að atvinnu. Síðan liðu um 18 mánuðir þar til Patman varð sendiherra.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert