Verjandi Ísidórs: „Ásættanleg niðurstaða“

Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar, og Sveinn Andri Sveinsson, …
Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar, og Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, í Landsrétti í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson, verj­andi Ísi­dórs Nathans­son­ar, sem hlaut í dag 15 mánaða fang­els­is­dóm fyr­ir aðkomu sína að hryðju­verka­mál­inu, seg­ir niður­stöðu Lands­rétt­ar ásætt­an­lega. Um­bjóðandi hans sé hins veg­ar ekki ánægður með fram­göngu lög­regl­unn­ar í mál­inu.

Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son voru fyr­ir skömmu aft­ur sýknaðir af til­raun til hryðju­verka, nú fyr­ir Lands­rétti.

Þá voru fang­els­is­refs­ing­ar þeirra beggja skert­ar frá lægra dóm­stigi.

Ákæru­valdið fékk ekki fram­gang

„Það sem stend­ur nátt­úru­lega upp úr er að þeir eru sýknaðir af hryðju­verka­ákvæðinu, eins og í fyrra,“ seg­ir Ein­ar í sam­tali við mbl.is.

„Refs­ing­in er milduð lít­il­lega.“

Þá bend­ir Ein­ar á að þeim sé einnig gert að greiða lægra hlut­fall af sak­ar­kostnaði en Héraðdóm­ur hafði dæmt þá til að greiða í fyrra.

„Þannig að það mætti segja að ákæru­valdið hafi ekki fengið neinn fram­gang held­ur þvert á móti með þess­ari áfrýj­un.“

Verjendurnir fara yfir dóminn.
Verj­end­urn­ir fara yfir dóm­inn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Ásætt­an­leg niðurstaða“

Ertu sátt­ur með niður­stöðuna?

„Já, ég held að svona fljótt á litið megi ágæt­lega við una,“ seg­ir Ein­ar og held­ur áfram:

„Þrátt fyr­ir það er auðvitað um­bjóðandi minn ekki ánægður með fram­göngu lög­regl­unn­ar í mál­inu, eða ákæru­valds­ins, allt frá upp­hafi, en fyrst að það var tek­in ákvörðun um áfrýj­un þá er þetta ör­ugg­lega ásætt­an­leg niðurstaða.“

Hver tel­urðu að næstu skref verði?

„Það verður auðvitað tekið til skoðunar hvort mál­inu verði áfrýjað til Hæsta­rétt­ar. Það verður ekki gert af okk­ar hálfu en um­bjóðand­inn minn, geri ég ráð fyr­ir, myndi vilja telja að það væri mál að linni, að þetta ætti að vera loka­punkt­ur­inn í mál­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert