Minnisblöðum ber illa saman við orð ráðherra

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Minnisblöð úr menningarráðuneytinu, sem Morgunblaðið fékk afhent, benda til þess að óvænt stefnubreyting hafi orðið síðla í janúar hvað varðar styrki til einkarekinna fjölmiðla.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember var ekki minnst á fjölmiðla sérstaklega, en í minnisblaði um stuðning við einkarekna fjölmiðla, sem Logi Einarsson menningarráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi 10. janúar, komu fram áform um að leggja fram frumvarp um áframhaldandi og óbreyttan stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Þar var skýrt tekið fram að þar yrðu að öllu leyti óbreytt ákvæði frá fyrri lögum, beinlínis með það að markmiði að viðhalda fyrirsjáanleika í rekstri miðlanna.

Eitthvað virðist hafa breyst í lok janúar, eftir að Morgunblaðið tók að fjalla um ólögmæta styrki úr ríkissjóði til Flokks fólksins, en forystumenn flokksins höfðu í framhaldinu í heitingum við blaðið og þingmaðurinn Sigurjón Þórðarson beinlínis í hótunum um að svipta ætti blaðið opinberum fjárframlögum fyrir vikið.

Nokkrum dögum síðar var boðað fyrrnefnt frumvarp, en óvænt með breytingum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert