Skiptar skoðanir innan meirihlutans felldu tillöguna

Meirihlutinn í borginni. Odd­vitar Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Sósí­al­ista, Flokks fólks­ins og …
Meirihlutinn í borginni. Odd­vitar Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Sósí­al­ista, Flokks fólks­ins og Vinstri grænna. mbl.is/Árni Sæberg

Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna, seg­ir skipt­ar skoðanir inn­an meiri­hlut­ans í borg­inni vera ástæðu þess að til­laga Sjálf­stæðis­flokks­ins um að borg­in styðji enn frek­ar við stofn­un leik­skóla eða dag­gæslu á vinnu­stöðum for­eldra hafi verið felld. 

Greint var frá því á þriðju­dag að meiri­hlut­inn hygðist ekki veita Al­votech leyfi til þess að byggja leik­skóla sem myndi þjóna starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins.

Skipt­ar skoðanir inn­an meiri­hlut­ans

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Líf þó nítj­án sjálf­stætt starf­andi leik­skóla vera í Reykja­vík. Strangt til tekið gæti Al­votech sett sig í sam­band við mennta­stofn­un eða ein­hvern sem hef­ur fagþekk­ingu, sótt um og opnað leik­skóla, upp­fylli fyr­ir­tækið öll skil­yrði.

„Það er ekk­ert tekið fyr­ir það. Það get­ur hver sem er leitað til Reykja­vík­ur­borg­ar með hug­mynd­ir um að stofna leik­skóla, og það er bara skoðað í hverju máli fyr­ir sig.“

Það sé hins veg­ar annað mál ef að því fylgja ákveðnar sérþarf­ir, líkt og að börn starfs­manna Al­votech fái for­gang á þann leik­skóla.

„Það eru skipt­ar skoðanir á þess­um hug­mynd­um inn­an þessa nýja sam­starfs þannig við ákváðum bara að láta þetta liggja á milli hluta.“

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn.
Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í borg­ar­stjórn. Ljós­mynd/​Dag­mál

Stefnu­breyt­ing sem krefst póli­tískr­ar umræðu

Þá seg­ir Líf að hug­mynda­fræðilega séð sé um að ræða ákveðnar stefnu­breyt­ing­ar í leik­skóla­mál­um sem krefst póli­tískr­ar umræðu.

Seg­ir hún sam­töl Ein­ars Þor­steins­son­ar, fyrr­um borg­ar­stjóra, við Al­votech hafa verið „í skugg­an­um“ og finnst henni ein­kenni­legt að þær nýju hug­mynd­ir um fyr­ir­tækjaleik­skóla hafi ekki verið born­ar á borð með form­legri hætti inn­an borg­ar­stjórn­ar og rædd­ar póli­tískt.

„Kannski hefði hann mátt standa bet­ur að þessu, að því að form­gera þetta ein­hvern veg­inn gagn­vart okk­ur. Nú er mjög stutt síðan ég var í minni­hluta.“

Til­bú­in til að funda með hverj­um sem er

Ert þú opin fyr­ir því að funda með Al­votech um ein­hvers kon­ar fram­hald?

„Ég er til­bú­in til þess að funda með hverj­um sem er og heyra þeirra sjón­ar­mið,“ seg­ir Líf og tek­ur jafn­framt fram að hún fagni umræðunni um leik­skóla­mál sem sé þörf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert