Sýknaður í héraði en sakfelldur í Landsrétti

Ljósmynd/Colourbox

Lands­rétt­ur hef­ur dæmt karl­mann í tveggja ára fang­elsi fyr­ir nauðgun sem átti sér stað árið 2019. Maður­inn hafði verið sýknaður í héraði.

Fram kem­ur í dómi Lands­rétt­ar að 21 mánuður dóms­ins sé bund­inn skil­orði.

Í mál­inu var mann­in­um, Ívari Gísla Vign­is­syni, gef­in að sök nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnu­dags­ins 14. júlí 2019, á heim­ili sínu, haft sam­ræði og önn­ur kyn­ferðismök við konu án henn­ar samþykk­is. Hann var sakaður um að hafa not­fært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sök­um áhrifa áfeng­is og svefndr­unga og beitt hana ólög­mætri nauðung með því að nýta sér yf­ir­burði sína og traust henn­ar til hans. Hann hafði m.a. sam­ræði við kon­una gegn henn­ar vilja.

Gegn ein­dreg­inni neit­un Ívars taldi héraðsdóm­ur ekki sannað að hann hefði gerst sek­ur um þá hátt­semi sem í ákæru greindi og var hann því sýknaður í janú­ar í fyrra.

Framb­urður kon­unn­ar mun trú­verðugri

Lands­rétt­ur taldi hins veg­ar framb­urð kon­unn­ar mun trú­verðugri en framb­urð Ívars, að hann væri stöðugur og skýr um þau atriði sem máli skiptu og fengi nægi­leg­an stuðning í öðrum gögn­um til að hann yrði lagður til grund­vall­ar sak­fell­ingu.

Taldi rétt­ur­inn því hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa að Ívar hefði gerst sek­ur um þá hátt­semi sem greindi í ákæru, að því frá­töldu að hann var sýknaður af því að hafa stungið fingri inn í leggöng kon­unn­ar.

Við ákvörðun refs­ing­ar var m.a. horft til þess veru­lega drátt­ar sem orðið hafði á meðferð máls­ins.

Var því refs­ing Ívars ákveðin fang­elsi í tvö ár en hluti henn­ar bund­inn al­mennu skil­orði sem fyrr seg­ir. Þá var hann dæmd­ur til að greiða 3,5 millj­ón­ir í sak­ar­kostnað og 2,6 millj­ón­ir í áfrýj­un­ar­kostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert