„Vestfirðingar þurfa ekki að hafa áhyggjur“

Bombardier Dash 200 verða ekki lengur samkeppnishæfar þegar stærri vélar …
Bombardier Dash 200 verða ekki lengur samkeppnishæfar þegar stærri vélar fljúga til Grænlands, segja forráðamenn Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

„Vestfirðingar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því að innanlandsflugið til Ísafjarðar leggist af eftir eitt og hálft ár. Engum dettur í hug að hætta að fljúga á Ísafjörð. Icelandair þarf bara styrk frá ríkinu til þess að halda þessari þjónustu uppi. Ríkið mun styrkja og þá er málið leyst.“

Þetta segir Leifur Hallgrímsson framkvæmdastjóri Mýflugs vegna frétta um að innanlandsflug til Ísafjarðar leggist af í lok sumars 2026.

Hefur ekki verið ríkisstyrkt

Hann segist ekki gera lítið úr því að verkefnin fyrir minni Bombardier Dash-vélarnar minnki mikið eftir að lengri flugbrautir fyrir stærri vélar á Grænlandi verði tilbúnar á næsta ári.

„Flugið til Ísafjarðar hefur ekki verið ríkisstyrkt fram að þessu og Icelandair missir verkefni á Grænlandi fyrir þessar vélar þegar Grænlendingar hafa lengt hjá sér flugbrautirnar. Þeir munu væntanlega bæta við stærri Dash-vél og hætta með þessar, nema ríkið styrki innanlandsflugið vestur. Icelandair kynnir þetta með góðum fyrirvara til þess að fá meðgjöf frá ríkinu og hana munu þeir fá.“

Mýflug mun ekki bjóða í verkið

Hann segir að það sé ekki neinn betri til að annast þetta flug en Icelandair.

„Þeir eiga þessar vélar skuldlitlar eða skuldlausar og það er enginn betur til þess fallinn að gera þær út á þessari flugleið. Flugleiðin vestur á Ísafjörð er stutt en erfið þar
sem mikið er um aflýst flug vegna veðurs.“

Spurður hvort kæmi til greina fyrir Mýflug að fjárfesta í Dash-vél og taka að sér reksturinn til Ísafjarðar, segir Leifur að það standi ekki til.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert