Lottópotturinn gekk ekki út að þessu sinni og verður því fjórfaldur næsta laugardag en fjórir miðaeigendur voru með bónusvinninginn og fær hver þeirra rétt tæpar 190 þúsund krónur.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Tveir miðar voru keyptir í Lottó-appinu og hinir í Olís á Akranesi og Vikivaka, Laugavegi 5 í Reykjavík.
Fyrsti vinningur gekk ekki út í Jóker-útdrættinum en tveir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra 125 þúsund krónur. Annar miðinn er í áskrift og hinn var keyptur á lotto.is.