„Niðurgreiðsla rafmagnsbíla er ekki bara óskilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, heldur sú versta,“ segir Sigríður Á. Andersen alþingismaður Miðflokksins í samtali við Morgunblaðið, en fyrr í vikunni kom til orðaskipta á milli hennar og Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra, þegar fram fór umræða um frumvarp ráðherrans um kílómetragjald á ökutæki.
Sigríður segir að í frumvarpinu komi fram að kerfisbreytingin sem frumvarpinu sé ætlað að stuðla að sé með vísan til aðgerða í loftslagsmálum og orkuskipta. Vísað sé í frumvarpinu til niðurgreiðslu á rafmagnsbílum sem sé aðgerð sem halda eigi áfram með.
„Þess vegna spurði ég fjármálaráðherra hvort hann væri ekki meðvitaður um skýrslu Hagfræðistofnunar sem var ábatagreining á aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum,“ segir Sigríður, en Daði Már Kristófersson var einmitt forstöðumaður Hagfræðistofnunar þegar skýrslan kom út árið 2022, en hún var unnin að beiðni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.